Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 33

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 33
ar þeir losnuðu úr þeim járngreipum, þutu þeir beint í faðminn á Ihaldinu og sitja þar enn. — Það liggur við að þeim finnist þeir þurfi að ganga í þann sterkasta flokk, sem þeir vinna með í stjórn, svo er stefnufestan lítil. Þessi kork-henda afstaða stjórnmálafor- ingja Alþýðuflokksins þarf að hverfa. Hin þétta sterka hönd hins starfandi Alþýðu- fiokksmanns þarf að stöðva þessar sveiflur eftir taktstokki borgaranna. Samstarf verkalýðs og launþega í þessum tveim verkalýðsflokkum hefur farið vaxandi og þarf að heppnast til fulls. En vinstri armurinn, sósíalistarnir, þurfa ætíð að muna að þeirra hlutverk er að hefja samstarfið upp á hástig baráttunnar í tákni tryggðarinnar við hagsmuni alþýðu og hugsjón verklýðshreyf- ingarinnar, ekki að sökkva niður á lágstig undanhalds og uppgjafar. RÍíCISSTJÓRN ATVINNULEYSIS Atvinnuleysið er nú orðið landlægt á fjöl- mörgum stöðum. Það sverfur að alþýðu manna í mörgum kauptúnum. Utlit er fyrir a.m.k. tvöfalt meira atvinnuleysi á Reykja- vikursvæðinu en mest var í fyrra. Það er ávöxmrinn af hrunstefnu ríkis- stjórnarinnar, sem þarmeð kemur í ljós. At- vinnuleysið er bein afleiðing þeirrar stjórnar- stefnu að vanrækja útgerðina og drepa ís- lenzka iðnaðinn, til þess þannig að undirbúa innlimun Islands í efnahagsbandalög stór- veidanna. Ráð ríkisstjórnarinnar virðist vera að biðja svissneska aluminhringinn um að flýta fram- kvæmdum, — m. ö. orðum: Það á með at- virmuleysissvipunni að reka Islendinga til að byggja fyrir erlendan auðhring — og finnast það happ mikið, — meðan þeim er bannað að byggja fyrir sjálfa sig með þeirri fjármála- pólitík, sem rekin er. Það er nægilegt fé, nægilegt vinnuafl og tæki, til að byggja af fullum krafti auk annarra framkvæmda og tryggja fulla atvinnu. En það er ekki alltaf hægt að tryggja um leið að allar íslenzkar krónur séu ávísun á erlendan gjaldeyri. Oll stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið byggð á fölskum forsendum, sem nú eru hrundar, — og þær eru orðnar þjóðinni dýrar. En ríkisstjórnin virðist hugsa um það eitt að hraða för Islands inn í nýtt nýlenduástand: efla nýja einokunarherra til valda á Suður- nesjum, er sumir atvinnulausir Islendingar mæni til vonaraugum, meðan aðrir flýja land. Með 20% innflutningsgjaldinu, sem rík- isstjórnin setti á í september 1968 fram- kvæmir hún fjórðu gengislækkunina á ein- um áratug: 1960, 1961 (ág.), 1967 (nóv.) og nú þessa, sem enn hefur ekki fengið fast form. Og þetta er eftir bezta góðærisskeið að aflamagni og verðlagi, sem yfir Island hefur nokkru sinni komið. Skýrar er ekki hægt að viðurkenna gjald- þrot þeirrar stjórnarstefnu, er fylgt hefur verið. Og samtímis eru svo skuldir þjóðar- innar meiri og framleiðslutækin einhæfari og að nokkru leyti færri en fyrrum. Togara- flotinn t.d. næstum helmingi minni. Og fram- leiðsla fullunnustu fiskvörunnar, flakanna, minnkuð um þriðjung frá því fyrir áratug. Ríkisstjórnin hóf í septemberbyrjun við- ræður við stjórnarandstöðuna um ástandið. En hún fæst ekki til þess að viðurkenna hinar eiginlegu orsakir þess. Ríkisstjórnin ætti að segja af sér. — En í staðinn er Ihaldið að bollaleggja við Fram- sókn um einmenningskjördæmi. Afturhald verzlunarauðvaldsins er alltaf samt við sig. Dreymir þá um „helmingaskiptastjórn" á ný, eins og fyrir átján árum? 157

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.