Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 36

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 36
um hins opinbera til þess að halda hinum fátæku í skefjum (demókratar tala naumast lengur um að „vinna bug á fátæktinni”, eins og Johnson vogaði sér að gera í eina tíð), en Nixon vill heldur draga úr eyðslu hins opin- bera til þess að stöðva verðbólguna og rétta við greiðsluhallann. Hvað sem þessum áherzlumismun líður, skiptir hitt meira máli að báðir flokksfram- bjóðendurnir mætast, í grundvallaratriðum, í miðju; og þar sem hvorugur hefur til að bera þann glæsilega persónuleika sem verður oft til framdráttar pólitíkusum, einkum banda- rískum, sem flíka innihaldslausri stefnuskrá, skortir báða þann „trúverðugleika" (credi- bility) sem heiðvirðir borgarar gera kröfu til. Báðir holdtaka þá óforbetranlegu tækifæris- stefnu sem kalla má erfðasynd bandaríska tvíflokkakerfisins. Þeir sem spá í stjörnur stjórnmálanna spyrja eftir sem áður, hvorn af þessum tveim ógirnilegu kostum bandaríska þjóðin muni taka í nóvember. Hvort mun hún fremur velja pestina eða kóleruna? Ef marka má nýjusm skoðanakannanir, er Nixon sigur- stranglegri. Hið harðneskjulega viðmót hans og talsmáti virðist fremur eiga upp á pall- borðið hjá hinum bandaríska meðalmanni — sem er umfram allt vonsvikinn og kvíðafull- ur út af svertingjaóeirðunum, stúdentahrær- ingunum, kreppuboðunum og sinni eigin menningu — en hinn litlausi skuggi Johnsons. Þegar allt kemur til alls er sennilegt að þriðji frambjóðandinn, hinn „óháði" George Wallace, fyrrverandi borgarstjóri í Alabama, sem varð alræmdur fyrir nokkrum árum vegna hrottalegrar framgöngu sinnar gegn svertingjum í suðurríkjunum, fái oddaað- stöðu. Wallace simr enn við sama heygarðs- hornið, boðar skefjalausa aðskilnaðarstefnu í kynþáttamálum og óvægilegan andkomm- únisma. Það er þessi hrotti sem mun að öllum líkindum ráða því, í krafti oddaaðstöðu sinn- ar, hver skipar forsetastólinn í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. BIAFRA Styrjöldin í Nígeríu hefur nú geisað á ann- að ár. I sumar hafa borizt um heiminn hroða- legar fregnir af hungurdauða og eymd hinnar stríðshrjáðu þjóðar í Biafra. Christian Brin- court, fréttamaður frá Lúxemborgarútvarpi, skýrir svo frá því sem við augum hans blasti í flóttamannabúðunum í Umawa í júlílok: „Karlmenn, konur og börn liggja hér afveita á jörðinni, nakin, og það hryglir í þeim við hvern andardrátt. Þetta er sannkölluð mar- tröð. Börn liggja í hundraðatali á jörðinni og það er engu líkara en beinin ætli að stingast í gegnum skorpna húð þeirra. Reifabarn sýgur móðurbrjóst sem er svo saman skroppið að það líkist tómri skjóðu. Og inn í leirkofa má sjá tvö börn sem eru að narta silalega í við- arbút; annað er að krukka í eðlu sem það hefur hremmt. Við fætur mér liggur þriggja ára barn sem gefur frá sér veiklulegar stunur. höfuðið virðist alltof stórt á þessum grind- horaða líkama, sem er með bólginn maga. Skelfilegast er að mæta augnaráði þessara barna — starandi og auðmjúku augnaráði fullorðinna barna sem bíða ekki annars en dauðans. Mitt á meðal þessa vesæla fólks hitti ég skozkan, miðaldra maríutrúboða sem hefur verið búsettur í Biafra í átján ár. Hann sagði m.a.: „Skammt frá höfuðborginni Enugu sá ég Lagoshermenn myrða börn, hjúkrunarkon- ur og óbreytt kvenfólk í sjúkrahúsum, á markaðstorgi einu varð ég vitni að því að kúlusprengja sprakk í miðri mannþrönginni og stráfelldi fólkið. Nú deyja sex þúsund 160

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.