Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 17
JÓHANN PÁ'LL ÁRNASON: 1 NYSKÖPUN SÖSÍALISMANS I TÉKKÓSLÓYAKÍU Frá s.l. vori var augljóst, að atburðirnir í Tékkóslóvakíu — „tékkóslóvaska tilraunin", eins og þeir voru oft nefndir — höfðu meiri alþjóðlega þýðingu en þær breytingar, sem hingað til hafa átt sér stað í öðrum Austur- Evrópulöndum, en í hverju þessi þýðing var nánar til tekið fólgin, var meira vafaatriði. Innan og utan Tékkóslóvakíu komu fram ýmsar skilgreiningar, en flestar gerðu þær málið of einfalt eða drógu af því víðtækari ályktanir en efni stóðu til. Þannig er t.d. um þá algengu kenningu, að Tékkóslóvakía hafi einfaldlega orðið fyrst sósíalískra landa til að afnema þá stjórnarhætti, sem eðlilegir séu fyrst eftir byltinguna — þ.e.a.s. margháttaðar takmarkanir á tjáningar- og persónufrelsi — og taka í þess stað upp þá lýðræðislegu skip- an, sem ein geti samrýmzt fullmótuðu sósíal- ísku þjóðfélagi. Yið þetta er fyrst og fremst það að athuga, að stalínisminn var hvergi — ekki einu sinni í Sovétríkjunum — „eðlilegt" eða óhjákvæmilegt skipulagsform þjóðfé- lags, sem sprottið hafði upp úr sósíalískri byltingu. Hann var ekki einföld söguleg nauð- syn, heldur afleiðing af athöfnum ákveðinna þjóðfélagsafla við ákveðnar aðstæður innan- lands og á alþjóðavettvangi. Enn fremur er eðlismunur á sögulegu hlutverki stalínismans í Sovétríkjunum og í Tékkóslóvakíu: hann átti sér engar rætur í tékknesku þjóðfélagi og leysti engin höfuðvandamál þess, heldur var honum þröngvað upp á Tékkóslóvakíu eftir lokasigur byltingarinnar 1948, sumpart með sovézku valdboði, sumpart með samþykki þá- verandi forystu tékkneska kommúnistaflokks- ins. Það er því ekki hægt að líta á breyting- arnar, sem hófust í janúar, sem einfaldlega nýtt stig í samfelldri og eðlilegri þjóðfélags- þróun, en hitt er jafnfjarri sanni, sem þó var haldið fram af mörgum Tékkum, að með þeim hafi loks verið byrjað að leysa það verkefni, sem Tékkóslóvakía stóð frammi fyr- ir þegar árið 1948, þ.e. að skapa þess konar 141

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.