Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 30
NEISTAR Sósialismi „Sósialisminn finnur ekki það frelsi, sem hann leitar eftir í stjórnmálaflokkunum. Hann verður að skapa sitt eigið kerfi, þegar um lýðræði er að ræða. Það verð- ur að vera virkara en allt hið frjálslynda stjórnmálakerfi, sem nú hefur lifað sjálft sig. Það verður hlutverk hins sósíalistíska lýðræð- is að gera það, sem auðvalds- skipulagið eðlilega aldrei gat gert: Að finna aðferð til þess að stjórna lýðræðislega hinum sósíalistísku fyrirtækjum, þar sem verkamenn- irnir eru um leið eigendur. Ég er sannfærður um að sósíalisminn i Tékkóslóvakíu hefur sérstaka möguleika til þess að skapa sósí- alisma með lýðræðislegum eigin- leikum, sem hin lýðræðislegustu af borgaralegum þjóðfélögum hafa ekki öðlazt". Dubcek, ritari Kommúnistafl. Tékkóslóvakiu, á fundi i Sló- vakiu sumarið 1968. Hugleiðingar „Það verður að gera greinar- mun á þjóðernisstefnu drottnandi þjóðar og þjóðernisstefnu undir- okaðrar þjóðar, á þjóðernisstefnu stórþjóðar og þjóðernisstefnu smáþjóðar......... Þessvegna verður alþjóðahyggj- an af hálfu hinnar drottnandi eða svokölluðu „stóru" þjóðar (þó hún sé bara stór vegna ofbeldisverka sinna, stór í þeim skilningi sem einn Dérshimorda er stór) að koma fram í því að viðurkenna eigi aðeins hið formlega jafnrétti þjóðanna, heldur og að viðurkenna þá ójöfnu aðstöðu, sem af hálfu hinnar drottnandi þjóðar, stór- þjóðarinnar, vegur upp það ójafn- ræði, sem sjálft lifið skapar. Sá, sem ekki hefur skilið þetta, hefur ekki skilið hina sönnu verkalýðs- aðstöðu til þjóðernismálsins, — hefur raunverulega staðnað i af- stöðu smáborgarastéttarinnar og hlýtur óhjákvæmilega alltaf að hallast að borgaralegri afstöðu. Hvað er mikilvægt fyrir verka- manninn? Fyrir verkamanninn er ekki aðeins mikilvægt heldur bein- línis lífsnauðsynlegt að tryggja sér sem mest traust í stéttabaráttu verkalýðsins af hálfu þeirra, sem ekki eru Rússar. Hvað er nauð- synlegt til þess? Til þess er ekki aðeins hið formlega jafnrétti nauð- synlegt. Til þess er nauðsynlegt að útrýma með framkomu sinni eða með tilslökunum sínum á einn eða annan hátt gagnvart þeim, sem ekki er Rússi, vantrausti eða tortryggni, þæta upp þær móðganir, sem hann hefur sætt í fortíðinni af hálfu rikisstjórnar „stórveldisþjóðarinnar" ....... Eitt er sú nauðsyn að sameinast gegn hinum vestrænu imperíalist- um, sem verja auðvaldsheiminn. Hér leikur enginn vafi á og ég þarf ekki um .bað að ræða að ég er þeim ráðstöfunum algerlega samþykkur. Annað mál er, ef við sjálfir, jafnvel þótt í smámunum væri, lendum í imperíalistískri afstöðu til undirokuðu þjóðernanna og gröfum þannig alveg undan allri hugsjónalegri* hreinskilni okkar, allri hugsjónalegri* vörn okkar í baráttunni gegn imperíalismanum. Því morgundagur veraldarsögunn- ar mun einmitt verða sá dagur, þegar þær þjóðir, sem imperíal- isminn undirokar, og bæra nú þeg- ar á sér, vakna endanlega og hefja hina löngu og erfiðu úrslitaþaráttu fyrir frelsi sinu". Lenín í „Hugleiðingar um þjóðerna eða sjálfstjórnar- málin". 31. des. 1922. (Þýtt úr safnritum hans á þýzku, 36. bindi, bls. 593— 596). Valdahroki „Bandaríkin hafa nú náð þeim sögulega áfanga, þegar mikil þjóð á á hættu að glata dómgreind sinni, á hvað sé innan takmarka valds hennar og hvað utan. Aðrar miklar þjóðir, sem náð hafa þess- um hættulega áfanga, hafa færzt of mikið í fang, ofreynt sig og hnignað og fallið .... Smátt og smátt en alveg ótví- rætt sýna Bandaríkin merki þess valdahroka, sem hefur hrjáð, veikt og stundum eyðilagt miklar þjóðir fyrrum. Ef við látum slíkt gerast, þá höfum við ekki látið rætast þá von um menningarlega fyrirmynd fyrir heiminn, sem í oss bjó. Því meir sem við bregðumst, því meir ber föðurlandsvinunum skylda til að mótmæla." J. William Fulbright öldunga- ráðsmaður i „Hroka vaidsins" (The Arrogance of Power“). * Þýzka orðið hér er „prinsipiell", nákvæmari þýðing væri ef til vill: „sem er í samræmi við höfuð- stefnumark vort". 154

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.