Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 32

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 32
INNLEND ■ VÍÐSJÁ 1 MEÐ STEFNUFESTU OG ÞOLINMÆÐI Afturhaldið á íslandi býr sig nú til nýrra árása á lífskjör alþýðu í viðbót við þær búsifj- ar, sem þegar hafa hlotizt af minnkaðri at- vinnu og atvinnuleysi. Þörfin á samstarfi og samstöðu verkalýðs- flokkanna vex. Vinstri armur verklýðshreyf- ingarinnar, — sósíalistar í Sósíalistaflokkn- um og Alþýðubandalaginu, — þurfa að vinna að því samstarfi með þeirri stefnu- festu og þolinmæði, hugsjónatryggð og sveigjanleika, sem vinstra armi verklýðshreyf- inarinnar lengst af hefur verið lagin. Það hefur verið hin örlagaríka ógæfa hægri Alþýðuflokksforingjanna að vera of eftirlátir til hægri, — gagnvart atvinnurek- endastéttinni, — og ofstækisfullir til vinstri, — gagnvart róttækari öflum í röðum verk- lýðshreyfingarinnar. Strax 1929 átti að leggja niður kröfugöng- urnar 1. maí, — það þótti ekki „fínt". Komm- únistarnir björguðu þeim við. Það var strax tilhneiging til þess að þola atvinnuleysi í heimskreppunni án þess að gera meir en mótmæla í orði. Kommúnistaflokk- urinn sá um að aðgerðir urðu skarpari og báru árangur. Þegar til átaka kom um kaupgjaldsmálin á krepputímunum, hætti hægri foringjunum við að standa atvinnurekendamegin í átök- unum, en kommúnistar og vinstri menn Al- þýðuflokksins knúðu kauphækkanir fram — þrátt fyrir allt. Og því fór svo að þegar kommúnistarnir og vinstri Alþýðuflokksmenn sameinuðust í Sósíalistaflokknum, þá lentu hægri foringj- arnir í flatsæng þjóðstjórnarinnar. Þegar Sósíalistaflokkurinn var af fullum krafti að undirbúa þá kauphækkunarbaráttu, er hófst eftir nýjár 1942, lýsti formaður og þjóðstjórnarráðherra Alþýðuflokksins yfir því í október 1941 að engin „hætta" væri á bar- áttu fyrir grunnkaupshækkunum. — En verkamenn Alþýðuflokksins tóku höndum saman við sósíalista í þeirri miklu baráttu, sem í hönd fór. En þegar Sósíalistaflokkurinn ætlaði hins- vegar að mynda stórhuga og róttæka stjórn með meirihluta Sjálfstæðisflokksins, nýsköp- unarstjómina, — þá varð að draga Alþýðu- flokkinn nauðugan með. En í afturhalds- stjórnina 1947 fóru hægri foringjarnir fúsir! Stefnufestuna vantaði í foringjana: Þótt verkalýður Alþýðuflokksins og Sósí- alistaflokksins ynni oft vel saman í verkföll- unum í tíð „helmingaskiptastjórnar" Ihalds og Framsóknar 1950—55, þá fór svo að for- ingjar Alþýðuflokksins gengu 1956 í „hræðslubandalagið" við Framsókn! Og þeg- 1C6

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.