Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 4

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 4
hugsjón og stefnu sósíalismans var bjargað frá þeirri smán, er sósíaldemókratar höfðu gert henni, — og síðan leidd fram til sigurs með byltingunni í Rússlandi 1917. En þess má minnast, svo menn geri sér Ijóst, hve flokksaginn í sósíalistiskum flokkum er sterk- ur — og hafi þá um leið hliðsjón af mögu- leikunum til baráttu innan Kommúnista- flokks Sovétríkjanna gegn þeim svívirðilegu afglöpum, er framin voru 21. ágúst, — að 4. ágúst 1914 greiddi einnig Karl Liebknecht atkvæði með fjárveitingu til stríðsins, þótt hann hefði barizt gegn því í þingflokknum og risi síðan upp til innanflokksbaráttu gegn svikunum. Svo rækilega bognuðu foringjar sósíaldemo- krata og flokkstæki þeirra fyrir auðmanna- stétdnni og ríkisvaldi hennar, að síðan hafa þeir ekki reynt í hálfa öld að framkvæma sósíalisma, þótt völd í landi væru þeirra. I bezta falli hafa þeir komið á ýmsum skyn- samlegum endurbótum, sem þó í engu raska yfirráðum auðmannastéttar, („velferðarþjóð- félagið"), en í versta falli unnið skítverkin fyrir auðmannastéttina, sem hún sjálf hefði eigi haft afl til í andstöðu við þá. Því er það svo að jafnvel í því ríki, sem einn óspilltasti og sterkasti sósíaldemókrataflokkur heims hefur stjórnað í 30 ár, Svíþjóð, þá er auð- magnið á færri höndum en víðast hvar ann- arsstaðar að undanteknum Bandaríkjunum, örfáar auðmannaættir drottna yfir mestöllu atvinnulífi Svíþjóðar. — En því má ekki gleyma, að sá verkalýður, er sósíaldemókröt- um fylgir, hefur sömu hagsmuna að gæta gegn auðvaldi og allir aðrir launþegar, og elur sömu von um sósíalisma í brjósti. Þess- vegna má aldrei þreytast á að skapa samstarf milli þess hægri arms verklýðshreyfingarinn- ar, sem sósíaldemókratar stjórna, og þess vinstri arms, sem er undir forystu kommún- ista eða annarra vinstri-sósíalista. 21. ágúst 1968 og valddýrkendur Þau afglöp og sú smán, sem sósíalisman- um er gerð 21. ágúst 1968, eru af allt öðrum toga, en 4. ágúst 1914. Þá bognaði flokkur sósíalista fyrir burgeisastéttinni og ríkisvaldi hennar og brotnaði síðan. Nú er það einn voldugasti aðili sósíalistískra flokka, Komm- únistaflokkur Sovétríkjanna, fyrir tilstilli meirihluta framkvæmdanefndar sinnar og í krafti stórveldis, er hann stjórnar, sem beitir „bræðraflokk" sinn hervaldi til þess að reyna að knýja hann til að láta að vilja sínum. Það er eðlilegt að sósíalistar heimsins spyrji sjálfa sig, — um leið og þeir mótmæla siíku framferði, slíku þverbroti allrar sósíalistískrar breytni, — hvað er það, sem veldur slíkum umskiptum, gerir hinn forna brautryðjenda- flokk sósíalismans að valdbeitanda í hópi bræðraflokka sinna? Marxistar verða að svara þessari spurningu, skilgreina hvað hér hefur gerzt, finna hvar meinið liggur, grafast fyrir rætur þess og út- rýma því. Það er að mínu áliti langur aðdragandi að þeim harmleik, er hér hefur gerzt. Hann er samfléttaður ríkisvaldi því, sem Komm- únistaflokkur Sovétríkjanna hefur haft í höndum sér í hálfa öld. En flokkurinn hefur ekki staðið vel á verði gag'nvart þeim hætt- um, sem hugsjón hans stafa af ríkisvaldinu. Hið mikla vald hefur nú stigið vissum hand- höfum þess svo til höfuðs, að þeir hugðu sig geta breytt að vild, án þess að taka nokkurt tillit til siðferðilegra hugsjóna sósíalismans, alþjóðlegra skoðanabræðra eða verklýðs- hreyfingar heimsins hvað þá til almennra reglna um hegðun þjóða. Það er hroki valds- ins, sem birtist í þessum verknaði. Þeim öfl- um, sem gert hafa sig sek um þetta, þarf að hnekkja. 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.