Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 19

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 19
fyrstu skrefin á braut lýðræðislegs sósíalisma) all-áberandi þáttur í þeim umbótum, sem gerðar voru, en á hinn bóginn voru öll skil- yrði til að því yrðu framvegis settar fastar skorður. Þetta er rétt að útskýra nokkuð nánar. Þeg- ar talað er um borgaraleg sjónarmið, er ekki fyrst og fremst átt við ýmsar ráðstafanir, sem voru með öllu óhjákvæmilegar, eins og mál- um var komið í Tékkóslóvakíu, heldur á- kveðna túlkun þeirra og e.k. hugmyndalega framlengingu. Bezta dæmið er nýja áætlun- arkerfið, sem að vísu var tekið upp nokkru fyrir fall Novotnýs, en mætti í framkvæmd mótspyrnu hans og nánustu fylgismanna og varð því eitt aðal-stefnumál andstöðunnar í flokknum. Við núverandi aðstæður var það tvímælalaust nauðsynlegt að taka meira til- lit til markaðslögmála en áður hafði verið gert, gera ráð fyrir langvarandi sambúð áætl- unar og markaðs. Engu siður var nauðsynlegt að draga mjög úr efnahagslegu miðstjórnar- valdi og veita einstökum fyrirtækjum aukið athafnafrelsi. En við þessar ráðstafanir bætt- ust svo ýmsar hugmyndir, sem voru miklu vafasamari. I fyrsta lagi var reynt að túlka sambúð áætlunar og markaðs sem einfalt, stöðugt og mótsagnalaust samræmi. Þannig var gengið fram hjá því vandamáli, að mark- aðslögmálin hafa sitt eigið innra samhengi og geta af sér samsvarandi sjónarmið, sem ekki samrýmast sjálfkrafa sjónarmiðum sósí- 143

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.