Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 3

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 3
Sovétríkjanna milli hugsjónastefnu sósíal- ismann annarsvegar og valddýrkunar þeirrar, er allt ríkisvald elur á, hinsvegar, hefur nú lokið — í bráð eða lengd — með því að hið nakta ofbeldi ríkisvaldsins er látið koma í stað rökræðna í viðskiptum „bræðraflokka" og „bandamanna". Sá aðili, er löngum hafði forystu í krafti vits? kemur nú fram sem kúg- ari í krafti valds. Sá meirihluti í stjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og ríkisstjórn þeirra, sem þessu atferli hefur ráðið, hefur gert sig sekan um eftirfarandi: 1. Ráðast með hervaldi á „bræðaflokk" í sjálfstæðu ríki, en minnimáttar, þegar hann rekur aðra sósíalistíska pólitík en meirihluti stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hefur velþóknun á, — fangelsa og færa burt forystumenn hans og setja þeirn afarkosti, — sem síðan er að vísu dregið úr fyrir fram- úrskarandi hugrekki hinna tékkóslóvakísku foringja og festu tékkóslóvakísku þjóðarinn- ar. 2. Ráðast inn í land „bandamanns" síns og hertaka það, til þess að knýja fram breytingar á innanlandsstefnu þess. Aðeins ábyrgðartil- finning og andlegur þroski hinna tékkósló- vakísku leiðtoga afstýrðu ægilegu blóðbaði í bræðravígum. 3. Kljúfa með þessu atferli hina kommún- istísku eða vinstri-sósíalistísku hreyfingu í heiminum, svo og þá heild sósíalistískra ríkja, sem enn stóð þó saman eftir klofninginn við Kína. 4. Gefa Nato nýtt líf og heimsvaldasinn- um og þjónum þeirra um gervallan heim hin hættulegustu vopn í hendur, til þess að sverta með sósíalismann með því að skrifa þennan verknað á hans reikning, — og verður því ekki afstýrt nema með samtaka mótmælum hinna róttæku flokka sósíalismans, er víta þetta athæfi sem andstætt sósíalismanum. 5. Hrinda Sovétríkjunum úr þeirri aðstöðu sem varðveizluríki friðar, sem þau höfðu öðlazt í augum fjölmargra þjóða fyrir skyn- samlega stefnu í utanríkismálum. Sovétríkin eru með þessu atferli svipt þeirri miklu virð- ingu, sem þau höfðu aflað sér sem friðarríki með áratuga þrautseigri baráttu, — meðan Bandaríki Norður-Ameríku stóðu sem ímynd árásaraðilans blóðug upp að öxlum í Viet- nam og annarsstaðar. Og það þarf áralangt friðarstarf til þess að afmá þennan blett og algert fráhvarf frá þeirri ofbeldisstefnu, sem orðið hefur ofan á, ef það á að takast að vinna það upp að nýju, sem eyðilagt var í einu vetfangi ofstækis og yfirgangs. 21. ágúst 1968 er svartasti dagur sósíal- istískrar hreyfingar síðan 4. ágúst 1914. Og framtíð sósíalismans í Vestur-Evrópu er undir því komin að hinir vinstri-sósíalistísku flokkar þar — kommúnistaflokkar og aðrir, — bregðist álíka hart og skynsamlega við og Lenín gerði 1914. 4. ágúst 1914 — og sósíaldemókratar Það sem gerðist 4. ágúst 1914 var að sá flokkur, er verið hafði forystuflokkur sósíal- ismans í Evrópu um áratuga skeið — þýzki sósíaldemókrataflokkurinn, flokkur Marx og Engels, Bebels og W. Liebknechts, — brást hinum sósíalistísku hugsjónum, bognaði fyrir áróðursþunga hins imperíalistíska Þýzkalands og þorði ekki að rísa upp gegn styrjöld heimsvaldasinna og gerðist meðsekur þeim um skelfingu og bræðramorð heimsstyrjald- arinnar fyrri. Þessi svik sósíaldemókratisku foringjanna við stefnu sósíalismans leiddu til hins sögulega klofnings í verklýðshreyfingu heims milli sósíaldemókrata og kommúnista. Það að Lenín og nokkrir aðrir sósíalistar brugðust svo harkalega við þessum svikum, sem sagan greinir, leiddi hinsvegar til þess að 127

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.