Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 24

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 24
EINAR OLGEIRSSON: UMRÖT I ÞJÖÐAR- DJtPINU Forsetakosningarnar 1S68 urðu það, sem fæstir höfðu ímyndað sér um síðustu áramót, að þær gætu orðið: vatnaskil í þjóðmálum Islands. I þeim fengu öfl útrás, sem auðsjáanlega höfðu lengi búið um sig í þjóðardjúpinu, en fengu nú lang- þráð tækifæri til þess að brjótast út, með slíkum krafti að svipaðast er jarðskjálfta eða eldgosi, ef sækja má likingar um þjóðmálaþróun í náttúru- fræði. Það var greinilegt hverjum þeim, sem þekkir íslenzk stjórnmál, að eitthvað alveg óvenjulegt var að gerast, þegar 12000 Reykvíkingar sækja kosningafund Kristjáns Eldjárns í Laugardalshöll- inni 29. júní, síðla laugardags í ágætu veðri. Hing- að til hafði stjórnmálaflokkunum þótt ágætt að geta fengið 1000 mans á stórfundi í Háskólabíó. Það var greinilegt að fólkið sjálft, ekki sízt hin unga kynslóð, var hér hinn virki aðili, — en eng.n flokksvél að fyrirskipa. Og atkvæðatölurnar töl- uðu svo sínu máli. Hvað hafði gerzt? Hvaða öfl voru að verki? Hvaða tímamót tákna þessar forsetakosningar, ef sterkustu öflin, er hér brutust út fá farveg í sam- ræmi við eðli þeirra og innihald? Áður en reynt er að svara þessum spurningum að nokkru, skal stuttlega minnt á uppruna þjóðar- kjörs á forseta Islands. ÞJÓÐKJÖR FORSETA Þegar sú 5 manna nefnd, er kosin var af Alþingi snemma árs 1942 til þess að undirbúa lýðveldis- stjórnarskrá, ræddi þetta mál var hún öll á einu máli um að hafa forseta þingkjörinn. Þegar svo Sósíalistaflokkurinn eignaðist 2 fulltrúa í þessari milliþinganefnd haustið 1942, lögðu þeir til á 19. fundi nefndarinnar, 29. marz 1943, að forseti yrði þjóðkjörinn. En þá var samþykkt að forseti skyldi kjörinn af sameinuðu Alþingi, með atkvæðum allra hinna þingflokkanna gegn atkvæðum sósíalista (6:2), en þó áskildu fulltrúar gömlu þjóðstjórnar- flokkanna sér rétt til skoðanaskipta í þessu máli. Þegar utanþingsstjórnin lagði frumvarpið um lýðveldisstjórnarskrá fyrir Alþingi í ársbyrjun 1944, var þar lagt til að forseti yrði þingkjörinn, en í greinargerð skýrt frá skiptum skoðunum nefnd- armanna. Það var frá upphafi skoðun Sósíalistaflokksins að forseti lýðveldisins skyldi vera þjóðkjörinn og hafa það mikla vald að geta skotið lögum undir þjóðardóm, — vera þannig einskonar fulltrúi þjóð- arheildarinnar, er standa skyldi á verði gagnvart ofríki ríkisstjórna eða flokka eða misnotkun slíkra aðila á valdi, er þjóðin gefur þeim í venjulegum þingkosningum. Þessi skoðun Sósíalistaflokksins var í samræmi við vilja þorra þjóðarinnar, eins og brátt kom í Ijós, er mólið var rætt af almenningi á árunum 1942—'44 og því fór svo að samkomulag náðlst um þjóðkjör forseta. Hinsvegar hefur farið svo að aldrei hefur þjóðin fengið raunverulegt tækifæri til þess að kjósa forseta, er samræmdist þessum vilja hennar, — og hvorugur þeirra forseta, sem setið hafa að völdum þennan fyrsta aldarfjórð- 148

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.