Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 29

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 29
innar). Það er engin lausn í þessum málum að hverfa til baka og ekki hægt. Það, sem verður að gera, er að skapa slikt lýð- ræði í flokkunum sjálfum, koma þar á persónufrelsi einstaklinganna, eins þótt þeir hópist saman um sér- skoðanir sínar, svo að fámennisstjórnirnar í flokk- unum hverfi. Alveg eins og uppreisn einstaklings- ins gegn andlegri yfirdrottnun fjölmiðlunartækja á fárra höndum, — gegn yfirþyrmandi valdi stórfeng- legra efnahagsheilda, — verður einkennandi fyrir þá tíma, sem í hönd fara, — elns verður og bar- átta einstaklinganna fyrir því að ummynda flokkana þannig að um verði að ræða samtök frjálsra ein- staklinga, sammála um grundvallaratriði, en sjálf- stæðra um bardagaaðferðir, — og stundum munu þá og flokkasamsteypur eða samstarf á breiðum grundvelli verða það form, er bezt hentar pólitísk- um samtökum nýrrar gerðar. Þjóð vor hefur sem fyrr segir, vegna fámennis sins meiri möguleika en stærri þjóðir til þess að koma á raunverulegu lýðræði, — líka í efnahags- málum, —raunverulegri sjálfstjórn fólksins. Hún á þar ýmislegt sameiginlegt fornu grísku borgríkjun- um. En hún þarf þá að líta óhultum augum galla ,,fulltrúa"-fyrirkomulagsins, — flokksræðisins — eins og það er orðið, — sem og allt þjóðfélags- kerfið, þau yfirráð fárra yfir fjöldanum, sem gagn- sýrir það á öllum sviðum. Forcendur þess að við getum tekizt á við þessi vandamál flokksveldisins hér heima til lýðræðis- legrar lausnar, eru að ekki versni ástandið frá því, sem nú er. Til þess þarf að tryggja: 1) að frið- samleg þróun haldist í landi voru, — 2) að erlent auðvald nái ekki efnahagslegum og pólitiskum á- hrifum i þjóðlífinu, og 3) að landið verði ekki á einn eða annan hátt gert efnahagslega og pólitískt háð eða bundið erlendum ríkjum. Takist að tryggja þetta, er hægt — með von um árangur — að ein- beita sér að því að leysa vandamál flokksræðisins hér heima. Almenningur, og framar öllu æskan, á Islandi tjáði sig i forsetakosningunum um hvað hann vildi: að hnekkja ofurvaldi flokksræðisins. Það er nú verk- efni þeirra, er umhugað er um málstað fólksins í islenzkum stjórnmálum, að finna hvernig slikt skuli gert. Einar Olgeirsson. 153

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.