Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 8

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 8
hana „halda kjafti", — hrópandi hin gat- slitnu áróðursorð úr málaferlunum 1936— '38 og 1952 út til alþýðu heimsins, — tæt- andi í sundur og traðkandi í svaðið álit það og virðingu, sem Sovétríkin höfðu skapað sér með áramga drengilegu og viturlegu starfi. Það er hart að sjá þann flokk, er hóf frægð- arbraut sína með því að færa Finnum sjálf- stæði og afnema yfirdrottnunarsamning keisarastjórnarinnar við Persa, sökkva svo djúpt að ráðast með hervaldi að bandamönn- um og bræðraflokki Tékkóslóvakíu. Þennan dag — 21. ágúst 1968 — beið hugsjón sósíalismans ósigur fyrir valdinu, sem sósíalisminn hafði öðlazt, — fyrir kúg- unarárátmnni, sem ríkisvaldinu er eiginleg og ásköpuð. Það var dagur smánarinnar. Og þar til sú smán hefur verið þurrkuð af sósíalismanum og þeir, sem sekir eru um þennan verknað, hafa fengið makleg málagjöld og bætt er fyrir verknaðinn svo sem unnt er, verður álit sósíalismans ekki endurreist að fullu. En til þess að svo megi verða, þurfa allir sósíalistar, — og þá fyrst og fremst komm- únistar og aðrir vinstri-sósíalistar Vesmr- Evrópu, — að skilgreina þessa atburði rétt, berjast gegn þeirri óhæfu, sem framin hefur verið, og móta þá sjálfstæðu þróun til sósí- alisma í Vesmr-Evrópu, sem tekur af öll tví- mæli um að stefnt er til raunverulegs frelsis, jafnréttis og bræðralags, jafnframt því sem keppt er að forystu í þjóðfélaginu og um rík- isvaldið.* * Eitt af mörgu sem gera þarf á sviði marxistískra fræða svo þetta verk vinnist, er að taka til endurskoðunar í ljósi reynslunnar síðustu hálfa öld, kenningar marx- isma um ríkisvaldið, flokkinn og þjóðina: viðkvæm vandamál, stirðnuð í gömlu kerfi, sem ekki er hreyft við vegna valdþróunarinnar. Annað skeið sósíalismans — frelsisskeið hans Það skeið sósíalismans sem þjóðfélags, sem við enn höfum kynnzt, er fyrst og fremst byltingarskeið hans, valdskeið hans. Bylting er það er ein stétt tekur völd, ríkisvaldið, af annarri og tekur að byggja upp þjóðfélag í sína þágu. Höfuðatriðið er þá fyrir þá stétt, er við tekur, að treysta grundvöll síns þjóðfé- lags, völdin, og er það mikið, erfitt og tíma- frekt verk. Er borgarastéttin tók völdin af aðlinum, t.d. í Englandi, grundvallaði hún stéttarvöld sín m.a. með því að hafa ein kosningarétt og hélt því ástandi eigi aðeins áramgi, heldur er nær að nefna öld, jafnvel aldir. Þó var það í þróuðustu löndum heims, sem borgarastéttin fyrst komst til valda. Samt þurfti áramga harða barátm til að knýja fram þann almenna kosningarétt, sem vér njómm nú, — síðan 1934 til fulls á Islandi. Verkalýðurinn, sem fyrst komst til valda í löndum, er langt voru afmr úr í iðnþróun og almennri menntun, og varð að skapa þar stóriðju og reisa lönd sín úr rúsmm eftir tvær styrjaldir, hefur því allan sinn valdatíma einbeitt sér að því að skapa hinar tæknilegu forsendur sósíalistísks mannfélags: háþróað- an iðnað og menntaðan verkalýð — og tryggja völd sín: undirstöðu þjóðfélagsins*. Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu undir forysm Dubceks og féiaga hans, hófst handa um það í janúar 1968 og staðfesti þá stefnu í starfsskrá sinni, er samþykkt var á mið- stjórnarfundi 5. apríl, að hefja annað skeið * Ég hef áður í þessu tímariti reynt að gera nokkra grein fyrir þróun sósíalismans hvað vald, frelsi o.s.frv. snertir, — í greininni ..Nokkrar hugleiðingar um lýð- ræði og baráttu fyrir því“, 1946. Er hún og prentuð í ,,Vort land er í dögun‘«. — Þessi vandamál voru og rædd í Rétti 1957 í grein minni: ,,Hvert skal stefna,“ sem einnig er prentuð að nokkru í fyrrnefndri bók. 132

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.