Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 38

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 38
sviðið. Gowan tók að sér stjórnarforystu fyrir herforingjaklíku, en fékk ekki stillt til friðar í landinu. I septemberlok brutust aftur út uppreisnir í hernum er snerust í stórfellda útrýmingarherferð á hendur Ibosum í norður- hluta landsins: 30 þúsund þeirra voru drepnir á einni viku. Ein miljón Ibosa sem þar voru búsettir leituðu hælis í ausmrhlutanum sem brátt hlaut nafnið Biafra. Því að þetta blóð- bað helgaði endanlega skilnað hans frá öðr- um hlutum landsins. Ibosar komu á fót ráði þar sem helztu höfðingjar þeirra sám, ásamt fulltrúum annarra fámennari þjóðflokka. Og 30. maí 1967 lýsti þetta ráð yfir sjálfstæði ausmrhlutans — Biafra — og tilnefndi Ojuwku ofursta ríkisleiðtoga. Skömmu síðar, eða 5. júlí, hófust regluleg vopnaviðskipti milli hers Biafra og sambandsstjórnarinnar í Lagos, með þeim afleiðingum sem að framan greinir. Hatrið milli þjóðflokkanna í Nígeríu, sem hefur att þeim saman í þessa skelfilegu borg- arastyrjöld, er þvf öðrum þræði sprottið af gjörræðislegri ríkjaskipan gömlu nýlendu- herranna brezku, sem tóku valdahagsmuni sína fram yfir séreinkenni og þarfir hinna sundurleitu þjóðflokka. En undir hatrið hafa óspart kynnt þau öfl sem kennd eru við ný- lendustefnuna nýju — stjórnmála- og efna- hagsmunir stórveldanna. Hildarleikurinn í Nígeríu er dæmigert „olíustríð''. Eftir heimsstyrjöldina síðari fundu Bretar auðugar olíulindir í óshólmum Níger- fljóts, og kannanir ensk-hollenzka hringsins Shell-BP hafa síðan leitt í ljós að olíulindirn- ar í Nígeríu (ca. 2Vi miljarðar tonna) eru a. m. k. jafn auðugar og þær sem fundizt hafa í Alsír. A s.l ári nam olíuframleiðslan þar 21 miljón tonna. Olíuauðævin vöktu snemma áhuga brezku stjórnarinnar via Shell-BP sem hefur helgað sér rétt til að nytja 85% þeirra; afgangurinn, 15% hefur fallið í hlut SAFRAP, dótturfélags franska olíuhringsins ERAP, og sex bandarískra olíu- félaga sem hafa fjárfest 150 miljónir dala í austurhlutanum. Jafnskjótt og Biafra sagði sig úr lögum við sambandsstjórnina í Lagos, magnaðist streitan milli stórveldanna sem lögðu nú sem endra- nær hagsmuni sína að jöfnu við gróðaaðstöðu viðkomandi olíuhringa. I sama mánuði og stríðið brauzt út áttu hinir síðarnefndu ein- mitt að greiða ríkisstjórn landsins „royalities", hinn umsamda, árlega árðshluta af olíuvinnsl- unni. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða, því að á að gizka % hlutar olíulindanna voru á yfirráðasvæði Biafra — og þessi auðævi voru einmitt efnahagsleg trygging fyrir sjálfstæði hins nýstofnaða ríkis. Valið féll þannig, sem vænta mátti, að ríkisstjórnirnar í Washing- ton og París tóku málstað Biafra, í þeirri von að takast mætti að skerða hlut Shell-BP. Það er Bandaríkjamaður af þýzkum ættum, Warton að nafni, sem síðan hefur haldið uppi loftbrú milli Lissabon og Biafra og séð Biafra- mönnum fyrir vistum og hergögnum eftir föngum, því að Lagosstjórnin lagði snemma hafnbann á Port-Harcourt, helztu hafnarborg austurhlutans. Brezka stjórnin reyndist enginn eftirbátur Johnsons og de Gaulles í fylgispekt við gróðahagsmuni hringanna. Hún hvatti Gow- an, handbendi sitt, til að berja Biafra misk- unnarlaust undir lög sambandsstjórnarinnar í Lagos. Reyndar gerðu hinir brezku herráðu- nautar hans og hinir herskáu Haússasliðsfor- ingjar sér vonir um að það mætti takast á hálfum mánuði, svo fjarri voru þeir réttu lagi í mati sínu á baráttuþreki andstæðinganna. Þótt ankanalegt megi virðast, snerust Sovét- ríkin einnig á sveif með sambandsstjórninni, trúlega á þeirri forsendu að Biafra væri „leik- soppur bandarísks imperíalisma". Ur sovézk- um sprengjuflugvélum, sem egypzkir flug- 162

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.