Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 3

Réttur - 01.10.1977, Page 3
Einar Olgeirsson: AFSAL MANNGILDIS í ÁFÖNGUM 7254 þátttakendur íhaldsins í prófkjöri í Reykjavík vilja láta Bandaríkin borga vel fyrir hernámið, 1510 voru á móti. Siðferðispróf Sjálfstæðisflokksins í nóvember 1977. I. Heiður var hugur íslendinga og lieitt hjarta, er þeir stofnuðu lýðveldið 17. júní á Þingvöllum eftir sex alda erlenda áþján. Jafnvel borgarastéttin hreyfst með og foringi hennar, Ólafur Thors, mælti þessi orð í lýðveldisræðunni: „Kjörorð hins íslenska lýðveldis er: Mannhelgi. Hugsjón þess, að hér búi um alla framtíð frjáls og öllum óháð menn- ingarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingjusamir menn.“ Og skáldin náðu hinum liæstu tónum í hrífandi háreistum dýrðaróð til ættjarð- arinnar og heitstrengingum um varð- veislu hins nýfengna sjálfstæðis. II. En ári síðar, 1. október 1945, brá skugga yfirdrottnunarinnar á hið ný- fengna þjóðfrelsi. Auðveldið mikla ame- ríska er viðurkemit hafði hátíðlega á Þingvöllum við Öxará þau mannréttindi íslendinga að vera sjálfstæð þjóð — í orði, það ætlaðist nú til borgunar — á borði: ísland skyldi verða amerísk undir- lægja um aldir: herstöð, skotspónn í stríði. En Jajóðin óttaðist eins og Ólafur Thors orðaði Jaað 1946 ,,að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá Jreirra nýja landi.“ Gegn Juessu reis Jrjóðin — sagði nei. III. Amerískir auðdrottnar og herforingjar áttuðu sig á að Jiieir höfðu farið of geyst í sakirnar. Þjóðin var enn stolt og sjálf- stætt hugsandi. Það varð — hægt og bítandi — að brjóta niður stoltið og blekkja heiðan hug henm ar. Auðveldið mikla hóf sína mannspill- ingarherferð með Marshallfénu og marg- faldaði hana eftir hernámið. Og blekk- ingarherferðin rnikla hófst með Atlants- hafsbandalaginu: fyrst íslendingar vildu ekki ljá land og ])jóð Bandaríkjunum einum, þá skyldu þeir Jjó smásaman verða reiðubúnir að fórna landi og Jojóð fyrir „blessað lýðræðið og frelsið, hina vestrænu samvinnu". í þrjátíu ár hefur blekkingaráróðurinn 211

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.