Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 42
isma“ eða einhliða kjarahyggju, þar sem aðeins er fengist við hreina kaupgjalds- baráttu, en meðvituð pólitísk stefna er tók mið af hagsmunum verkalýðsstéttar- innar var vart fyrir hendi. Þó örlar rétt á slíku í fyrstu málgögnum hreyfingar- innar: Alþýðublaðinu gamla 1906 og Verkmannablaðinu 1913 og enn meira í Dagsbrún er Ólafur Friðriksson hóf að gefa út 1915.7 B. Verkalýðshreyfingin 1916—30: Það var 12. mars 1916 sem sjö verka- lýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði stofna ASÍ. Forseti þess var kjörinn Ottó N. Þorláksson, Ólafur Friðriksson vara- forseti og Jón llaldvinsson ritari. Jón tók síðar á árinu við forystunni og var forseti ASÍ í rúma tvo áratugi. Alþýðusamband- ið var allt fram til 1942 bæði landssam- band verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokk- ur jafnaðarmanna=Alþýðuflokkurinn. Með stofnun ASÍ hafði íslensk verkalýðs- hreyfing myndað fagleg og pólitísk sam- tök er áttu eftir að verða sterkt jijóðfé- lagsafl og hala mótandi áhrif á þróun hins sjálfstæða íslenska samfélags eftir 1918. Það voru aðeins um 650 félagsmenn í verkalýðsfélögunum er stóðu að stofnun ASÍ en árið 1930 voru félagsmennirnir orðnir tæp 6.000 í 36 félögum. Árið 1920 er talið að ca. fimmti hver verkamaður í atvinnugreinum utan landbúnaðar hafi verið félagsbundinn í ASÍ, en árið 1930, um það bil fjórðungur verkafólksins.8 Árið 1916 var tímakaup verkamanna við Reykjavíkurhöfn 40 aurar, en í stríðs- lok 1918 var það komið í 75 aura. Með vaxandi eftirspurn fyrst eftir stríðið fer það hækkandi og hæst í 1,48 kr. í janúar 1921, en helst síðan í kr. 1,20 til 1924. Þá hækkar kaupið í Reykjavík í 1,40 kr. en lækkar síðan í 1,20 og helst jiannig til ársins 1930 er það hækkaði í kr. 1,36. Rétt er að benda á að kaupgjald var alls ekki samræmt um lanclið og var víða mun lægra í kaupstöðum úti á landi og í vegavinnu.0 Baráttumál verkalýðslélaganna á þessu tímabili 1916—30 má greina í fjóra höf- uðþætti: 1. að afla viðurkenningar atvinnu- rekenda og ríkisvaldsins á samn- ingsrétti verkalýðsfélaga. 2. að laun verkamanna séu samkvæmt taxta verkalýðsfélaganna. 3. að félagar verkalýðslelaganna gangi fyrir um vinnu. 4. að allir verkamenn séu í verkalýðs- félögum." 10 Við athugun á verkalýðsbaráttu tíma- bilsins kemur fram að mikið ávinnst við að afla verkalýðsfélögunum samningsrétt- ar og einnig vinnst nokkuð í því að sam- ræma kaup milli staða og afnema árs- tíðabundna taxta, en hvað þriðja og Ijórða liðinn snertir þá beið það hinna hörðu stéttaátaka kreppuáranna að tryggja forgangsrétt félagsbundins verka- fólks að vinnu og fá alla inn í félögin. Slíkt náðist reyndar ekki fyrr en á fimmta áratugnum eftir gildistöku núgildandi vinnulöggjafar frá 1938. I kjarabaráttunni reyndist sem oftar aðalverkefnið að halda kaupinu i horfinu eða í samræmi við framfærslukostnað. Árið 1921 náðu prentarar fyrstir manna að fá inn í samninga viðurkenningu á 8 stunda vinnudegi og alþingi samþykkir vökulögin um hvíldartíma (6 tíma) á 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.