Réttur


Réttur - 01.10.1977, Side 50

Réttur - 01.10.1977, Side 50
stjórn flokksins falin 7 manna fram- ltvœmdaráði er aftur fól þriggja rnanna jramkvœmdanefnd daglega stjórn (þ. e. formaður, ritari, gjaldkeri). Miðstjórnar- vald var rnikið í flokknum og agi harður. Eftir að æðsta stjórn flokksins hafði tekið ákvörðun bar flokksmönnum að styðja ákvörðun en rétt höfðu menn áður til að láta aðrar skoðanir í ljósi í grunn- einingum inn á við. Grunneiningar flokksins voru ,jellur“ er átti að mynda á vinnustöðum, en í reynd urðu sellurn- ar í KFÍ bústaðasellur, en verkalýðs- hreyfingarstarfið var skipulagt þannig, að kommúnistar í einstökum verkalýðs- félögum mynduðu lið er skipulögðu starf kommúnista og undirbjuggu aðgerðir i félögunum. Mikil áhersla var lögð á marxíska fræðslu og stöðugt starf. Segja má, að KFÍ hafi verið fyrsti þrælskipu- lagði stjórnmálaflokkurinn á Islandi er gat gengið snöggt og skipulega til verks, komið andstæðingnunr i opna skjöldu og haft tiltölulega mikil áhrif miðað við lít- ið fylgi og ekki háa félagatölu. Ýmis hlið- arsamtök skipulagði KFÍ m. a. ASV (Al- þjóðasamhjálp verkalýðsins, Islands- deild), Ungherjadeild, IJrróttafélag verka- manna, Varnarlið verkalýðsins, Sovét- vinafélagið, Félag byltingarsinnaðra rit- ]i()funda o. fl.42 Þar sem kommúnistar voru í minni- liluta t. d. í Reykjavík í verkalýðsfélög- unum, var verkefni liðanna (fraktiona) að afhjúpa stéttasvik sósíaldemókrata (er um skeið voru taldir „höfuðstoð auð- valdsins“) skipuleggja andóf gegn þeim, taka forystu fyrir skyndiaðgerðum o. fl. Þetta reyndist m. a. árangursríkt í at- vinnuleysisbaráttunni árið 1932, Jrar sem KFÍ tókst að vissu leyti að ná frumkvæð- inu í viðureigninni við atvinnurekendur er reyndu að knýja fram kauplækkun einnig í atvinnubótavinnunni. Sú barátta rís liæst í stéttaátökunum 9. nóv. 1932 við Góðtemplarahúsið er reykvísk aljrýða leggur lögregluliðið að velli og hindrar kauplækkunartilraun Reykjavíkuríhaldsins í atvinnubótavinn- unni.43 Þar sem kommúnistar voru ráðandi afl innan verkalýðssamtakanna eins og á Norðurlandi, en Verkalýðssambandi Norðurlands (VSN stofnað 1925) réðu Jreir, Jrar horfðu málin öðruvísi við. T. d. á Akureyri og Siglulirði stofnuðu sósíal- demókratar ný verkamannalélög er reyndu að ná samningum og samnings- réttinum til sín og annars staðar á Norð- urlandi neitaði ASÍ að styðja verkfalls- baráttu félaga er voru í VSN. Segja má, að úrslitaátökin innan verkalýðshreyfing- arinnar hvað Jretta snerti hafi staðið í tveim veigamiklum átökum, Nóvudeil- unni og Borðeyrardeilunni (Dettifoss- slagnum). I þessurn átökum tekst þeim félögum er kommúnistar ráða og VSN að halda samningsréttinum og viður- kenningu, en tilraun verkamannafélaga er sósíaldemókratar höfðu stofnað og buðu samninga á lægri taxta (Jr. e. mættu kauplækkunarkröfum atvinnurekenda) urðu undir. I báðum Jressum átiikum kom til handaliigmála á Akureyri og Siglufirði. Sigrar kommúnista á Norður- landi gera Jreim kleyft að brjótast út úr fyrrgreindri herkví og halda rétti sinna félagsmanna í ójrökk Aljrýðusambands- ins. Áhrif kommúnista í atvinnuleysis- baráttunni og í baráttunni gegn sveita- flutningum skapaði J)eim einnig orðstí meðal verkafólks er gerði þeim kleyft að sækja á brattann í verkalýðsbaráttunni og vinna að samfylkingu verkalýðsins er Jrað 258

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.