Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 45

Réttur - 01.10.1977, Page 45
um „Verkmannasamtök“ á Dagsbrúnar- fundi um jólin 1912.18 En þó stakar greinar og erindi birtist um sósíalisma, þá er langt í land, að sósíalísk barátta liefjist á Islandi á land- námstíma auðvaldsskipulagsins. Fyrsta jafnaðarmannafélagið er ekki stofnað fyrr en árið 1915 af Ólafi Friðrikssyni á Akureyri. Hann var þá nýkominn frá Kaupmannahöfn, þar sem hann hafði tekið Jrátt 1 starfsemi danskra jafnaðar- manna og m. a. setið 8. þing. Annars AlJ^jóðasambands verkalýðsins í Kaup- mannahöfn 1910 sem áheyrnarfulltrúi og skrifaði grein um þingið í „Norður- land.1<J Félagið á Akureyri dó er Ólafur flutti suður 1915 um haustið og stofnaði Jrá jafnaðarmannafélag í Reykjavík. Ól- afur samdi stefnuskrá fyrir Jressi félög, þar sem hann sló Jrví föstu „að saga ís- lands væri rétt að byrja“. En þó fram komi í þessurn skrifum Ólafs um Jretta leyti, að hann kannist við hugmyndir sósíalista um Jrjóðfélagsbyltingu, ])á er hugtakanotkun bans all mjög á reiki og til að mynda leggur hann ekki marxískan skilning í hugtakið „stétt“, né skilgreinir nákvæmlega íslenskt jDjóðfélag á grund- velli stéttabaráttu.20 B. Alþýðuflokkurinn 1916 og stefna hans: Þegar Alþýðusambandið var stofnað vorið 1916 var Jægar hafinn undirbún- ingur að samningu stefnuskrár fyrir Al- þýðuflokkinn, er síðan kom út í sérstök- um bæklingi árið 1917.21 Athyglisvert er, að sú stefnuskrá byggir ekki á stefnuskrá Olafs Friðrikssonar, heldur er hér um nýtt plagg að ræða. Þegar reynt er að skilgreina hugmyndafræðilegt innihald stefnuskrárinnar frá 1917, Jrá kemur fram, að þar er um að ræða glefsur úr yf- irlýsingum norrænna sósíaldemókrata og sambland úr „social-liberalisma“ eins og liann birtist í riti John Stuarts Mill, „Frelsinu“ sem Jón Ólafsson hafði Jrýtt og gefið út all löngu áður. Alla vega byggir stefnuskráin takmarkað á fræði- kenningu sósíalista-marxismanum og Jrað er ekki fyrr en í stefnuskrá Alj:>ýðuflokks- ins frá 1922, að skýr einkenni marxískra skilgreininga kemur fram, en Jrá aðeins í inngangskafla, sem líklega er tekinn inn til að friða vinstri arminn í Jafnaðar- mannafélagi Reykjavíkur.22 En liver er Jrá hugmyndafræðilegur grundvöllur AljDýðuflokksins á þriðja áratugnum? Ef litið er á kjarabaráttuna kemur fram, að flokkurinn og ASI í lieild miðar kjarakröfur við framfærslu- kostnað, en gerir ekki kröfur miðað við, að verkalýðnum beri stærri hlut úr být- um við verðmætasköpunina (launavinna ekki metin á marxískan hátt) og Jrví fall- ast verkalýðsfélögin á kauplækkun er verðlag lækkar á jDi iðja áratugnum.25 Aljrýðuflokkurinn stendur ekki að Javí að gefa út rit Marx eða önnur rit um fræðikenninguna. Opinber stefnuskrá flokksins er að mínu mati hugmynda- fræðilegt samsafn góðra setninga er lofa umbótum. Því er ekki hægt að tala um meðvitaða sósíalíska baráttu á vegum Alþýðuflokksins fyrst eftir stofnun hans 1916. Flokkinn vantar fræðilegan grund- völl og það kemur í lilut yngri jafnaðar- manna að fitja upp á fræðilegri urnræðu í flokknum og síðan skipuleggja sósíalísk samtök er grundvalla Jjjóðfélagsgrein- ingu sína á fræðikenningu marxismans. Það gerist á Jrriðja áratugnum. í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri hafði 253

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.