Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 17
ar Hátignar. Landhelgisþjófarnir við strendur íslands eru Hennar Hátignar. Þingið og þingheimur eru Hennar Há- tignar. Og þar sem ég er í þjónustu eins þingmannsins og félagsskapar, sem er Hennar Hátignar, þá er minn sanni em- bættistitill: monstrolog Hennar Hátign- ar Bretadrottningar. Og starii minn er skrímslanjósnir, sem yfirvöld íslands myndu tel ja háskalega landráðastarfsemi, ef ég ræki þær fyrir Rússa. Hér sást mað- ur vera með einhverja tilburði til að mæla breidd á brú, ég held uppi í Borg- arfirði, fyrir nokkrum árum. Það varð að blaðamáli og fullyrt, að þar hefðu verið á ferðinni njósnir fyrir Rússa, því að maðurinn var talinn vera róttækur. Sann- leikurinn mun þó ekki hafa verið sak- næmari en það, að maðurinn var að at- huga, Iwort brúin væri nógu breið til þess að aka bílnum, sem hann var í, yfir hana. En hinu var trúað. Ef ég liefði rek- ið skrímslarannsóknirnar fyrir Rússa, myndu öll blöð íhalds og krata og fram- sóknar hafa öskrað út yfir landið, að ég stæði fyrir mælingum á dýpt stöðuvatna til undirbúnings Jdví, að herflugvélar „heimskommúnismans“ gætu sest á vötn- in, Jægar þær yfirféllu landið á degi dómsins. Og því myndi hafa verið trúað. Þetta kalla íslendingar nú til dags að „hafa þat er sannara reynist". Eg hef nú lokið við að taka saman fyrstu skýrslu mína til félagsins í Lon- don. Hún er um skrímslið í Grjótár- vatni. Það er stöðuvatn í fjalladal, um 5 kílómetra norðaustur af prestsetrinu Staðarhrauni í Mýrasýslu. Þá kynlegu skepnu liafa allmargir séð í yfirborði þessa vatns öðru hverju í allt að 90 ár, síðast, svo að ég viti, vorið 1935, og náð hef ég tali af þremur glöggum, greindum og ólygnum sjónarvottum. Þessar rann- sóknir Hennar Hátignar munu nú fara að nálgast þig eða eru máski þegar komn- ar í nálægð við þig. Forseti félagsins segir sem sé í annari grein sinni um Loch Ness skrímslið, að þeir viti af skrímsli í vatni einu í Kanada, en nefnir vatnið ekki. Ég hef frétt, að Jrað muni vera Manitoba- vatn. Ja, hvað á maður að segja um skrímsl- in? Hvers konar skepnur eru þetta? For setinn telíir fram þeirri getgátu i ann- arri grein sinni um Loch Ness skrímslið, að J:>að hafi dagað Jrarna uppi í vatninu í lok ísaldar, fyrir tíu þúsund árum, sakir breytinga, sem þá hefðu orðið á landslagi. Svona hugarfóstur finnst mér varla fram- bærilegt fyrir Hennar Hátign, að dýr geti orðið tíu þúsund ára gamalt, þó að J^að væri al risaeðlukyni. Ekki er hægt að sjá af ritgerðinni, að höfundurinn hugsi sér eftirlegudýrin tvö, karlkyn og kvenkyn, sem síðan hafa aukið kyn sitt í vatninu, enda skilst manni, að Jrá hlyti Loch Ness að vera orðið krökkt af þessum kvikind- um eftir tíu [júsund ára tímgun. Jæja, drottinn forði mér frá að blanda mér frekar í Loch Ness. Grjótárvatn og nokkur önnur stöðuvötn á voru landi ættu að vera mér nóg. Ef til vill eru svo kölluð skrímsli ólík að eðli og uppruna. En mínum hugmyndum um eðli ís- lenskra skrímsla held ég leyndum, Jrang- að til ég lýk skýrslugerðum mínum til þeirra í London. Mikið andskoti situr sú meinloka fast í rússneskum pólitíkusum, að ekkert líf sé eftir dauðann. Hverjum er slík firra til gagns? Hverjum til uppörvunar? Nú kváðu þeir vera farnir að hafa þungar áhyggjur út af Jrví, að topp vísindamenn 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.