Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 1

Réttur - 01.10.1977, Page 1
létbir 60. árgangur 1977 - 4. hefti Rotnunin í „viðskipta“lífi íslenskrar burgeisastéttar verður æ opinberari. Hvert hneykslið rekur annað. Verðgildi hundruð miljóna íslenskra króna finnast í dönskum bönkum — skattsvik og lögbrot. Þúsundir miljóna ísl. króna í erlendri mynt „blunda“ enn í þýskum, enskum, amerískum og sviss- neskum bönkum, — finnast máske aldrei, „fínir menn að verki. — Stór- fengleg gjaldeyrissvik komast upp í sambandi við skipakaup erlendis, — svik, lögbrot. — Einn starfsmaður Landsbankans stelur tugum miljóna króna með fölsun skjala á nokkrum árum. Þjófnaður, lögbrot. — Og þannig mætti lengi telja. Ljót eru þau lögbrot. Og svo gersamlega gagntekur auðgunarsýki íslenska burgeisastétt að hún hróþar nú á enn meira „frelsi" sér til handa, til að ræna almenning, svo það séu ekki einu sinni lögbrot að stela af alþýðu fé „Frjáls skráning krónunnar" er síðasta krafan, vafalaust að undirlægi amerískra lánardrottna, bergmáluð á fundi íslenskra fjármálamanna um „nýsköpun íslensks fjármálalífs“ og flutt fram hátíðlega í ræðu forsætisráð- herra. Ljót eru þeirra lögbrot, þá tugum og hundruðum miljóna króna er stolið, — en Ijótari þeirra lög, þá þúsundum miljóna er lævíslega rænt. Jón Hregg- viðsson orðaði það forðum svo: „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra rétt- læti“. Gengislækkunin hefur verið hin iagalega aðferð íslenskrar borgarastéttar til að ræna jafnt vinnulaunum verkalýðs sem fjársjóðum alþýðu — allt á löglegan hátt, frá því ameríska auðmannastéttin, útfarin í arðránsaðferð- unum, kenndi burgeisastéttinni klæki þá hér 1947. 1950 var að amerísku undirlagi, dollarinn nær þrefaldaður með „lögum", úr 6.32 í 16.50, verðgildi sjóða og sparifjár stórminnkað og kaupgjald verka- manna skorið niður um þriðjung (úr 1.40 dollurum 1947 í 0,89 árið 1953). Og samtímis óð amerískur her inn í landið, hertók það og gerðist stærsti atvinnurekandi landsins, með láglaunaðan verkalýð og atvinnuleysi allt [ kring. Hlýðnir þingflokkar borgarastéttarinnar löghelga síðan hvert ránið á fætur öðru: 1967—68 er dollarinn hækkar úr 44 kr. í 88, — sparifé og sjóðir rændir helmingi verðgildisins, laun lækkuð að sama skapi. — 1974 var doll- 209

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.