Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 39
Fyrst verður vikið að landnámstíð kapí- talismans á íslandi, sem jafnframt kveik- ir uppreisnarþrá liins kúgaða lýðs er mótar bernskuskeið íslenskrar verkalýðs- stéttar. Þegar auðvaldsskipulagið nemur hér land undir lok 19. aldarinnar getur auðvaldið þegar af sér móthverfu sína verkalýðsstétt er fljótlega binst samtök- mn til að rísa upp gegn þeirri nauðung sem auðvaldið hneppir hana í. I. AUÐVALDSSKIPULAGIÐ Á ISLANDI A. Landnám nýrra framleiösluhátta: Á fyrri hluta 19. aldar skortir með öllu „borgaralega miðstétt í verslun, kaup- sýslu og handiðju og frjálsa verkamanna- stétt, hér var við líði bænda- og fiski- mannasamfélag þar sem þorpamyndun var rétt að byrja. Þegar litið er á skipt- ingu landsmanna eftir atvinnugreinum (en það er eina viðmiðunin um stétta- skiptingu sem hin borgaralega hagstofa lætur okkur í té) verður fyrst á síðasta áratug 19. aldarinnar vart verulegra breytinga. Á manntölum 1890 og 1901 verður vart mikillar aukningar þeirra er starfa að handverki, iðnaði og verslun, auk þess sem vægi landbúnaðar minnkar til muna. Á þessum áratug tvöfaldast út- flutningur landsmanna, velta Landsbank- ans þrefaldast, verslunin kemst meira á mnlendar hendur og innlent fjármagn í umferð vex. Segja má að verklegar fram- kvæmdir eftir 1890 breyti efnahagslegum grundvelli jijóðarbúsins og er vaxandi þilskipaútgerð, einkum við Faxaflóa helsti orsakavaldur. Við sjávarsíðuna voru að myndast þéttbýliskjarnar, t d. Reykjavík, Hafnarfjörður, ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyj- ar, allt vaxandi útgerðarstaðir og jrangað sótti vinnufólk úr sveitum og sleit af sér vistarbandið. Við sjávarsíðuna var hafið landnám nýrra framleiðsluhátta — auð- valdsskipulag, jrar sem kaupmannavald- ið var farið að stunda umfangsmikla þil- skipaútgerð og hagsmunaandstæður gagn- vart hásetum og daglaunafólki í landi birtust í hinum klassísku árekstrum launavinnu og auðmagns. 1 Það voru nær aðeins hinir danskætt- uðu kaupmenn sem höfðu fjármagn til að festa í jreim stóratvinnurekstri sem Jrilskipaútgerðin var, en blómaskeið hennar var fram til 1910. Þá tekur við, einkum við Faxaflóa, togaraútgerð, en úti um land vaxandi vélbátaútgerð. Þá eru fleiri aðilar komnir til sögunnar og pólitískir gæðingar Heimastjórnarflokks- ins sækja einnig fé í hinn danska hluta- bréfabanka er nefndist íslandsbanki (stofnaður 1904). Hin nýja borgarastétt aldamótanna fékk Jrar kærkomið fjár- magn til að braska með. Á fyrstu tveim áratugum 20. aldarinnar er framfarahug- ur í mönnum, stofnuð eru togaraútgerð- arfélög t. d. Alliance, Islandsfélagið og Kveldúlfur. Þar með verður útgerðar- auðvaldið í Reykjavík framvarðarsveit í viðureign við verkalýðinn í höfuðborg- inni, en kaupmennirnir eru burðarásinn í strandhöggi auðvaldsskipulagsins á landsbyggðinni og hefja Jieir þar atvinnu- rekstur. Þá manngerð má best lesa um í bókum Halldórs Laxness og hver Jjekkir ekki Pétur Jrríhross! Hér er þess ekki kostur að rekja ná- kvæmlega þróun íslensks auðvaldsskipu- lags enda þarf hagfróðari menn en mig til að gera þeirri Jiróun skil. En á Jressu 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.