Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 53

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 53
24 í 21 ár. Þá tapar ICFÍ nokkru atkvæða- magni hlutfallslega, enda logaði flokkur- inn þá í innanflokksátökum, sem oft voru nefnd „barnasjúkdómar kommúnism- ans“. Alþýðuflokkurinn gengur hins veg- ar til kosninga með róttæka 4 ára áætlun um hvernig bregðast skuli við í íslensku þjóðfélagi til að vinna bug á afleiðingum kreppunnar og byggja upp íslenskt at- vinnulíf. í kosningunum 1934 vinnur Al- þýðuflokkurinn sinn mesta sigur, fær 21,7% atkvæða og hefur aldrei náð hærra hlutfalli síðar. Tíu manna þing- flokkur Alþýðuflokksins myndar að kosn- ingum loknum ríkisstjórn með Fram- sóknarflokknum undir forsæti Hermanns Jónassonar. í henni fengu þeir atvinnu- málaráðherra, Harald Guðmundsson. Stjórnin gekk undir nafninu „stjórn hinna vinnandi stétta“, en myndun sam- steypustjórna bænda- og verkalýðsflokka átti sér mjög víða stað á kreppuárunum m. a. á Norðurlöndunum svo nefnd „kriseforlik“. Alþýðuflokkurinn hafði sett markið hátt með 4 ára áætluninni um að „útrýma með öllu atvinnuleysinu og afleiðingum kreppunnar“.47 Með málefnasamningi stjórnarflokkanna var ákveðið að skipa skipulagsnefnd atvinnu- mála er skilaði áliti er kallað var „Rauðka“.48 Þar var gerð úttekt á ís- lenska þjóðarbúinu og lagt á ráðin um aðgerðir. Lengra komst verkið ekki, því Framsóknarflokkurinn féllst ekki á að- gerðirnar. Á 13. þingi ASÍ 1936 var sam- þykkt að innan þriggja mánaða yrði Framsókn að fallast á aðgerðir gagnvart útgerðarfyrirtækinu „Kveldúlfi“ er var raunverulega gjaldþrota. En þá var Fram- sókn byrjuð „að brosa til hægri“ og var ófáanleg til að láta til skarar skríða. Eftir lall „þriggja mánaða víxilsins“ svonefnda sat Alþýðuflokkurinn áfram í ríkisstjórn og gekk þannig til kosninga 1937. Þá hafði ekkert dregið úr atvinnuleysinu, heldur aukist einkurn eftir að Spánar- markaðurinn fyrir saltfisk lokaðist vegna Borgarastyrjaldarinnar er hófst í júlí 1936. Á sama tíma eða frá árinu 1935 hafði KEÍ tekist að rjúfa jxi einangrun sem hann hafði verið í og gekk til kosninga sumarið 1937 með ]>á samfylkingarstefnu að skora á kjósendur að kjósa lrambjóð- endur flokksins [)ar sem þeir ættu mögu- leika, en kjósa frekar frambjóðendur Al- þýðuflokksins eða Framsóknar þar sem þeir gætu fellt fulltrúa breiðfylkingar Sjálfstæðis- og Bændaflokksins. Þetta reyndist árangursríkt herbragð og náðu kommúnistar þrem mönnum á þing. I kjölfar þessa sigurs KEÍ og fylgistap Al- þýðuflokksins hófust miklar umræður innan flokkanna um nauðsyn sameining- ar verkalýðsflokkanna. Innan Alþýðu- flokksins urðu harðar deilur um mat á kosningaúrslitunum og taldi vinstri arm- urinn undir forystu Héðins Valdimars- sonar að rétt væri að ná samstarfi við KFÍ, en hægri armurinn taldi ekkert slíkt samstarf koma til greina. Þó urðu viða- miklar umræður os>- samningaviðræður um samstarf, en haustið 1938 runnu þær út í sandinn. Sambandsstjórn Alþýðu- sambandsins samþykkti að reka Héðinn og fylgismenn hans (þ. á m. Jafnaðar- mannafélag íslands (þ. e. Reykjavíkur- deildina í flokknum) úr flokknum vegna samvinnu við kommúnista. I.eiddi það til stofnunar Sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokksins er var myndaður af Héðinsarmi Aljiýðuflokksins og KFÍ. Alþýðuflokkurinn hætti þátttöku í rík- isstjórn Hermanns Jónassonar í mars 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.