Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 59

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 59
ara, en 1976 var hún orðin 137,2 miljarð- ar dollara. (Skýrsla bandaríska verslunar- ráðuneytisins: Survey of Current Busi- nes, ágúst 1977). Á árinu 1976 var gróði bandarískra auðfélaga af fjárfestingu erlendis, sam- kvæmt opinberum skýrslum, alls 22,4 miljarðar dollara, þarmeð talinn gróði af einkaleyfum etc., eða meir en 16%. — (Sama skýrsla og fyrrgreind). Auðmannastétt Bandaríkjanna arð- rænir þannig þorra mannkyns, en nær um leið tökum á yfirstéttum hinna ýmsu landa. Og hún græðir einnig á því að selja þessum löndum vopn, svo þjóðir þeirra berjast hvorar við aðra. Það er arðvænlegasti gróðavegurinn. Bandaríkin eru jrví stærsti vopnaútflytjandi heims: Á árunum 1966—76 liafa þau flutt út vopn fyrir 34,9 miljarða dollara. — Og til þess að hafa örugg tök á hinum ýmsu þjóðum heims hafa Bandaríkin herstöðv- ar hundruðum saraan í hinum ýmsu hlut- um heims og alls 400.000 hermenn sina í herstöðvum erlendis. Og svo eru til menn á Islandi, sem segja að allt jætta geri auðfurstar Banda- ríkjanna fyrir fi'elsið og lýðræðið! Hér hefur verið rætt um auðvald Bandaríkjanna, sem sölsað hefnr undir sig ljónshlutann af auði og tekjum mann- kyns. Þeim, sem vilja kynna sér fátækt- ina í Bandaríkjunnm, skal sérstaklega vís- að á bók Michael Harringtons: The other America (Hin Ameríkan), sem kom út sem Penguin bók 1963. Niðurstaða |>essa höfundar er að 25% íbúa Banda- ríkjanna — eða milli 40 og 50 miljúnir raanna, — búi við fátækt í jiessu ríkasta landi lieims. Róttæku sósíalistaflokkarnir í Danmörku Það hefur löngum gengið erfiðlega fyr- ir þá sósíalistaflokka danska, sem vinstra megin eru við sósíaldemókrata, að ná — og einkum þó halda til langframa — fjöldafylgi. Eru jrað lengst af kommún- istarnir einir, sem Jrarna er urn að ræða, en þó fleiri síðustu áratugina. Þegar danski kommúnistaflokkurinn af hendingn náði 2 Jringsætum kjördæma- kjörnum 1932 hafði hann aðeins 1,1% af kjósendnm og 1939 enn Jrá aðeins 2,4%. Hins vegar vann hann hinn mikla sig- ur sinn, eftir hetjnlega baráttu gegn her- náminu, í Júngkosningunum 1945: 12,4% atkvæða, 255.000 kjósendur og 18 Jringmenn. — Síðan fóru Jressi áhrif hans minkandi og 1957 fékk hann aðeins 6 þingmenn, en 72 Jnis. kjósendur. Síðan hófst klofningurinn, konnnún- istaflokkurinn missti alla sína þingmenn í kosningunum 1960 og hrapaði niður í 1,1% atkvæða, 27.298 kjósendur, — en SF, hinn nýstofnaði flokkur Axel Larsens, fékk 11 júngmenn, 6,1% atkvæða og 149.440 kjósendur. Hámarki fylgis náði SF 1966: fékk 20 þingmenn, 10,9% at- kvæða, 304.248 kjósendur. En danski kommúnistaflokkurinn fór þá lengst nið- ur í fjöldalylgi, sem hann hefur komist: 0,8% atkvæða en 21.536 kjósendur. Árið 1973 verða hér umskipti. SF- flokkurinn hafði klofnað við kosningar 1971 og „Vinstri sósíalistar“ stofnað sér- stakan flokk, sem fékk í kosningunum 1973 1,5% atkvæða, 44,572 kjósendur en engan þingmann. SF fékk liins vegar 11 þingmenn, 6,1% atkvæða, 183.265 kjós- endur. Danski kommúnistaflokkurinn fékk nú 6 Jíingmenn, hafði 3,6% atkvæða, 110.809 kjósendur. 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.