Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 30

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 30
var þetta samþykkt gegn mótmælum sósíalista. Síðar lýstu svo ráðherrar „helmingaskiptastjórnarinnar" yfir því að þetta hlutafélag ætti verksmiðjuna, en hún kostaði þá hátt í 200 miljónir kr. Við sósíalistar mótmæltum samstundis þessari yfirlýsingu. I þá tvo áratugi, sem ég sat á Alþingi eftir þetta flutti ég að staðaldri irumvarp, er felldi niður 13. greinina og gerði eign ríkisins á áburðar- verksmiðjunni tvímælalausa. Og loksins á árinu 1968-9 fékkst sú breyting í gegn að gera verksmiðjuna tvímælalausa eign ríkisins. En slík var frekjan og yfirgangurinn 1 einkabraskinu og amerísku erindrekun- um, að Framkvæmdabankanum var heimilað jneð lögum að selja hlutabréf ríkisins 1 þessu 13. greinar-hlutafélagi - en ríkið átti 6 miljón króna í hlutafé af 10 miljónum - á nafnvirði til einstakl- inga! Þannig hefðu eigendur hlutabréfa, er hljóðuðu upp á 10 miljónir króna, eignast fyrirtæki, er kostað hafði í bygg- ingu tæpar 200 miljónir og varð auðvit- að enn dýrmætara! Það tókst að hindra að slík heimild væri notuð, en samþykkt hennar sýnir hvernig harðsvíruðustu lulltrúar einkabrasksins á Alþingi og í ríkisstjórn ætla sér að fara að jjví að kom- ast á ódýran máta yfir eigur ríkisins. Sementsverksmiðjan Þegar ákvörðun var tekin um stofnun sementsverksmiðjunnar árið áður, vildu fulltrúar ameríska auðvaldsins hafa sama hátt á: einkarekstur. En það má sú mjög svo borgaralega ríkisstjórn eiga, sem þá sat að völdum, að hún lét ekki undan þessari kröfu. Sementsverksmiðjan varð ríkiseign og hefur verið það síðan. Baráttan um að varðveita eignir Jrjóð- arinnar, svo sem háhitasvæðin o. 11. lyrir ásælni hins gráðuga einkavalds, hefur staðið lengi - og jalnvel svo sterkir borg- aralegir fulltrúar sem Bjarni Benedikts- son og Hermann Jónasson, sem báðir fluttu sem ráðherrar frumvörp um að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á auðliird þessari, hafa ekki fengið þati fram vegna andstöðu sérhagsmunabraskara. En þau mál og skyld skulu ekki rakin hér að sinni - en að lokum minnst á nýj- ustu ránsherferð braskaranna. Síðasta ránsherferðin og aðferðin við skuldina Nú er J)að Gutenbeig, Landssmiðjan, síldarverksmiðjurnar o.s.frv. sem eiga að komast í einkaeigu - m. ö. orðum ræna þeim af Jrjóðinni og gel'a nokkrum brösk- urum. Og hvernig á að fara að því? Hvernig ætla þessir siblönku, en stór- ríku braskarar að borga þessi fyrirtæki, ef þeim tækist að láta leppa sína á Al- þingi samþykkja að stela þeim handa sér - auðvitað á löglegan hátt. (Þessir herrar stela ekki ólöglega, það gera bara smá- kallar og fara í tugthúsið fyrir - hinir í stjórnarráðið samkvæmt íornri vísu - og hefð.) Að líkindum myndu Jteir, ef dæma má eftir fornri hefð frá Marshall- tímanum og sumum aðferðunum við togarakaupin nú, hafa Jrað eittlivað á þessa leið: Ríkisfyrirtæki, t. d. prentsmiðju eða síldarverksmiðju, er breytt í hlutafélag með 100 miljón kr. hlutafé. Segjum lyr- irtækið 1000 miljón króna eign. Hluta- bréfin eru síðan seld hinum valinkunnu fulltrúum einkaframtaksins á nafnverði 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.