Réttur


Réttur - 01.10.1977, Síða 23

Réttur - 01.10.1977, Síða 23
unum með hátíðlegum ræðuhöldum um „varnir íslands". Þeir sýnast ekki vera vel klárir á viðskiptabrellunni í heila gal- skapnum: Það þarf að hræða fólkið með síyfirvofandi árás Rússa til þess að það óttist stríð, og það þarf að óttast stríð til þess að hægt sé að selja meira af kopar. Því meiri stríðsótti, því meiri sala í kop- ar, og því meiri sala í kopar, því meiri auður til einokunarhringanna í Wall Street. En kannski geri ég durnunum okkar rangt til. Kannski skilja þeir brelluna. Kannski stjórnast verk þeirra ekki af fá- víslegum ótta við árás Rússa, heldur af hreinni glæpamennsku. Eða er ekki vand- fundinn öllu stærri glæpur en að hnýta okkur, vopnlausa smáþjóð, aftan í stríðs- trúss hervalda, sem einskis svífast og ber- sýnilega eru að dubba sig upp í þriðju heimsstyrjöldina, þegar koparinn klikk- ar? Að setja þjóð sína í þann voða, og það að nauðsynjalausu, að hún verði út- þurrkuð af yfirborði landsins í atómstyrj- öld, hvar er þann glæp að finna, sem er þessum meiri? Og hvar er þeirra glæpa- nranna að leita, sem framið hafa svartara illvirki? Og hvar er að Iieyra kaldrifjaðra spott að mannlífinu en að kalla þennan djöful varnir Islands? Og það verður í engu þeirra verki séð, að jreir hafi neinar skrúplur út af þessu athæfi. Tortíming heillar þjóðar sýnist ekki vera þessum mönnum nokkurt minnsta efni til sjálfs- prófpnar. Það er eins og þeir hafi enga nióralska sjón. Og þeir virðast horfa ör- nggir og sjálfumglaðir fram til komandi tíma og bæta hverri skömminni ofan á aðra, eins og það hvarfli aldrei að þeim, að ti! sé lögmál orsaka og afleiðinga, sem kunni að eiga eftir að finna þá í fjöru síðar meir. Það er máski heimsins mesti háski, hve stjórnmálaleiðtogar okkar tíma eru heimskir og hvað þeir þora að fremja mikið af óhæfuverkum sakir heimsku sinnar. Þeir virðast hafa lítið afgangs, þegar hrekkjagreindina þrýtur. í sann- leika sagt minnir hátterni þeirra meira á klæki drísildjöfla þjóðsagnanna en breytni mennskra manna. Ég hélt lengi vel, Jdó dálítið hikandi, að Nehru hefði svolítið til að bera af hinu hærra mann- viti. En nú hafa staðreyndirnar sýnt í seinni tíð, að hann hefur hagað sér eins og nauða hversdagslegur imperíalisti og stríðsæsingaseggur, og þá er ])að aldrei hærra mannvitið, sem situr við sálarinn- ar stýri. Öðruvísi hefði Gandhi með geit- ina og rokkinn snúist við málunum. Mikið hefur stjórnarfarið í voru landi gerst spillt og lágkúrulegt, síðan ,,við- reisnar“lubbarnir komust til valda 1959. Og þeir hafa skapað mannlífið í kringum sig í sinni mynd. Eftir höfðinu dansa limirnir, og ,,hvað höfðingjarnir hafast að, / hinir ætla sér leyfist það.“ Lágkúru- valdhafar skapa lágkúruþegna og lág- kúrulíf. Þetta líkist átakanlega hér heima lýsingum góðra manna, sem ég hef lesið eftir á efri miðsvæðum Helvítis. Og hvernig ætti J^að öðruvísi að vera. Hið eina, sem menn geta tekið með sér yfir í „annan heim“ eru þeir sjálfir. Hagkerfi „viðreisnarinnar" er þann veg í skinn komið, að þeir, sem sæmilega eru settir í þjóðfélaginu og eru gráðugir og ósvífnir, geta rakað saman miklum auði. Hinir, sem lakari aðstöðu hafa og eru hóflegri í græðginni og meira hik- andi í ósvífninni, trítla þó í fótspor fyrir- myndanna. Þannig eltir hver annan, svo að obbinn af þjóðlífinu er orðið eitt maraþonshlaup eftir peningum, meiri 231

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.