Réttur


Réttur - 01.10.1977, Síða 47

Réttur - 01.10.1977, Síða 47
loks sauð upp úr í félaginu, er Ölafur ueitaði að láta af forystu í Jafnaðar- mannafélaginu vorið 1925 og kosning verður milli hans og Ársæls Sigurðssonar. Vorið 1926 ná ungu kommúnistarnir meirihluta í félaginu,27 en þá er það orð- ið heldur fámennt og lítilsiglt og því gefa þeir Ólafi félagið eftir og stofna sjálfir Jafnaðarmannafélagið Spörtu haustið 1926.2 8 Er hér var komið sögu var kominn fram vísir að kommúnískri hreyfingu hér á landi er um miðjan þriðja áratuginn lét æ meira til sín taka. Þannig gefur Jafnaðarmannafélagið í Reykjavík út Kommúnistaávarpið árið 1924 og var það fyrsta marxíska ritið á íslensku.20 Þá tóku kommúnistar á Norðurlandi undir forystu Einars Olgeirssonar að hasla sér völl innan verkalýðshreyfingarinnar og stofnuðu árið 1925 Verkalýðssamband Norðurlands, sem fjórðungssamband. Arið 1926 tóku kommúnistarnir við út- gáfu tímaritsins Réttar, sem síðan hefur verið tímarit marxista. Varð róttækari armurinn meðal jafnaðarmanna þessa tíma sterkari innan verkalýðs- og jafn- aðarmannafélaganna á Siglufirði, Akur- eyri og Vestmannaeyjum en á þriðja ára- tugnum var vinstri armurinn mjög ein- angraður í Reykjavík. Tímamót verða í deilum jafnaðar- manna innan Alþýðuflokksins á 8. þingi ASÍ haustið 1926. Þá stígur forystan það skref að æskja inngöngu í II. Alþjóða- samband verkalýðsins er laut forystu þýskra sócialdemókrata. Jafnframt er Jafnaðarmannafélaginu Spörtu meinuð innganga 1 ASÍ.30 Þar með hefst úti- lokun á kommúnistum frá starfi ASÍ er átti eftir að grafa rækilegar um sig. Jafn- aðarmannafélagið Sparta var reyndar fá- mennt félag menntamanna og var starf þess mjög veikt frarn til ársins 1928 er blómlegt starf hefst og tengsl nást við starfandi verkalýð! Það ár flytur Haukur Björnsson, þá nýkominn af 6. þingi Kom- intern eldheitar hvatningaræður þar sem hann o. fl. hvetja til víðfeðmar baráttu til að fletta ofan af svikum Aljrýðuflokks- forystunnar.31 Jafnframt er þá byrjuð umræðan um nauðsyn þess að kommún- istarnir skipuleggi sjálfstæðan konnnún- istaflokk og hefji útgáfu málgagns. Lítið varð þó um framkvæmdir í upphafi, en í blöðum og fundargerðum kemur skýr- ar fram djúpstæður skoðanaágreiningur milli vinstri og hægri arms innan Alþýðu- flokksins.32 D. Stofnun Kommúnistaflokksins 1930. Stjórnmálaágreiningurinn milli ASI- lorystunnar og kommúnistanna sem farið hafði stigvaxandi frá árinu 1921 náði há- marki sínu haustið 1930. Það haust er kallað saman ASÍ-jring, en áður hafði verið haldin sérstök verka- lýðsmálaráðstefna. Þá höfðu kommúnist- ar náð yfirhöndinni á þingi SUJ um haustið og breytt nafni þess í Samband ungra kommúnista. Á árunum 1928—30 hal'ði gagnrýni kommúnistanna innan ASÍ og í Jafnaðarmannafélaginu Spörtu einkum snert eftirfarandi atriði: 1. Krafist var úrsagnar Alþýðusam- bandsins úr öðru Alþjóðasamband- inu er laut forystu þýskra sósíal- demókrata, en ASÍ hafði gengið í það haustið 1926. 2. Þingflokkur Alþýðuflokksins var gagnrýndur fyrir undirgefni við Eramsóknarflokkinn einkum eftir 255

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.