Réttur


Réttur - 01.10.1977, Síða 29

Réttur - 01.10.1977, Síða 29
Þegar ameríska „rentukammerið“ ætlaði að gróðursetja ríkt einkaauðvald á íslandi Þegar bandarískt banka- og ríkisvald tok við yfirstjórninni á efnahagslífi ís- lands með Marshallsamningunum eftir 1947, skyldi komið upp voldugu einka- auðvaldi á íslandi. Ríkisrekstur þjóðar- heildarinnar íslensku var jafnt þyrnir í augum amerísku auðmannanna sem á- gjörnustu íslensku braskaranna. Fulltrú- ar Bandaríkjanna á íslandi heimtuðu að lyrirtækin, sem þeir lánuðu fé í, yrðu einkafyrirtæki. Og það er rétt að rifja UPP átökin um tvö þeirra, hvernig þar fór: Áburðarverksmiðjan Þegar frumvarp um áburðarverk- smiðju var lagt fyrir í neðri deild 1949 var ákveðið að hér væri um ríkisverk- smiðju að ræða (sjálfseignarstofnun und- ir stjórn Aljúngis) og þannig var það samjrykkt í neðri deild. — Það var auð- sjáanlega engin löngun til að beygja sig fyrir ósknm Kanans og einkabrasksins. - En við síðustu umræðu í efri deild lagði umboðsmaður Coca-Cola fram breyting- artillögu við lögin: nýja grein, 13. gr„ um að stofna skyldi hlutafélag með 10 miljón króna hlutafé, til að reka verk- smiðjuna. Kvað hann Jretta nauðsynlegt til að uppfylla óskir ,,yfirherranna“ - og 237

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.