Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 9
seint nokkrum arði. Stefnan i fjárfest- ingarmálum hefur því haft mikil áhrif til verðbólgumögnunar. Að athuganir á verðlagsþróuninni frá 1. febrúar 1974 til 1. febrúar 1977 hafa leitt i Ijós að orsakir visitöluhækkun- arinnar skiptast þannig að um 20% eru vegna erlendra verðhœkkana, um 32% eru vegna launahækkana, sem þó voru allar á þessum tima aðeins af- leiðing af verðhœkkunum, en tæpur helmingur eða 48% eru afleiðingar beinna ákvarðanna rikisvaldsins. I tíð vinstri stjórnarinnar átti sér stað atvinnubylting í fjölmörgum byggðar- lögum úti um land. Það er atvinnuupp- bygging frá árum vinstri stjórnarinnar, sem hefur víðast hvar komið í veg fyrir atvinnuleysi í valdatíð hægri aflanna. Stefna núverandi ríkisstjórnar hefur hins vegar einkennst af sömu grundvall- arviðhorfum í atvinnumálum og kjara- málum og þeim, sem einkenndu valda- tíma viðreisnarstjórnarinnar á síðasta áratug. Eitt megineinkennið er stöðugar arásir á lífskjör almenns launafólks. A sama tírna og kaupmáttur launa var skertur um 20—30% færði núverandi ríkisstjórn fjölmörgum stórfyrirtækjum verulegan gróða. Sem dæmi má nefna að á árinu 1976 var nettóhagnaður Flug- leiða 462 miljónir kr., nettóhagnaður Aðalverktaka 140 miljónir kr. og brúttó- hagnaður Eimskipafélagsins 767 miljónir kr. Vanræksla undirstöSuatvinnuveganna Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- bokkurinn hafa til skiptis þjónustað Sjálfstæðisflokkinn við að færa erlendum auðfélögum arðinn af íslenskum auð- lindum, en íslenskir undirstöðuatvinnu- vegir verið vanræktir að sama skapi. Nú hefur verið ákveðið að stækka ál- verið i Straumsvik um einn sjöunda hluta og rikisstjórnin áformar 90% stækkun álversins á nœsta kjörtímabili með byggingu nýs kerskála. * Þrátt fyrir yfirvofandi taprekstur á járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði er haldið áfram byggingu hennar og miðað við 70 MW aflþörf. * Rikisstjórnin heldur áfram viðræðum við Alusuisse á grundvelli áætlunar Integral og verið er að kanna mögu- leilta á stóriðju útlendinga á Norður- landi og Austurlandi. Sömu ættar og þessi viðleitni til að tryggja aðstöðu erlends auðmagns er það, þegar öfl í Sjálfstæðisflokknum gæla op- inberlega við hugmyndir um að láta bandaríska herinn annast margvíslegar framkvæmdir hér á landi og skapa hon- um þannig rétt lil stóraukinna áhrifa á íslensk efnahagsmál og stjórnmál. Á sama tíma og þær framkvæmdir og þau áform eru uppi sem hér hefur verið vikið að, hefur fjárfesting í atvinnuveg- um landsmanna sjálfra minnkað um 21% árið 1975, urn 17% árið 1976 og enn er áætlað að hún minnki um 14% á yfirstandandi ári. Fyllsta samráð við verkalýðshreyfinguna Þjóðin hefur á undanförnum árum kynnst verðbólgustefnu ríkisstjórnarinn- ar í reynd. Alþýðubandalagið boðar hins vegar annan valkost. Landsfundur Al- þýðidaandalagsins leggur áherslu á að 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.