Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 63

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 63
RITSJÁ „Work and Wages“ Semi-Documentary Account of the Life and Times of ARTHUR H. (Slim) EVANS by Jean Evans Sheils and Ben Swankey. Það er Trade Union Research Bureau í Vancouver, — rann- sóknastofnun verkalýðsfélaganna þar, söguleg og hagfræðileg, — sem hefur gefið út þetta rit, sem er nokkuð einstakt í sinni gerð. Það er í rauninni ævisaga eins af hugrökkustu og færustu for- ustumönnum verkalýðshreyfingar- innar í Kanada — Arthur Evans — og lýsing á lífi og baráttu verkalýðsins í Kanada á hans tímum, en hann fæddist í Toronto, Ontario 24. apríl 1890 og dó af slysförum 13 .febrúar 1944, en mest var starf hans í British Columbia. Var Arthur Evans einn þeirra róttæku brauðryðjenda, sem amerísk verkalýðshreyfing átti á þessu sögulega skeiði, manna eins og Bill Haywood, Joe Hill og Tim Buck, sem Evans einnig hafði samband við. Bókin er unnin af Jean Sheils, sem er dóttir Arthur Evans, og Ben Swankey og á þann hátt að m. a. eru tekin upp og birt fjöldi skjala, blaðafrásagna, um bar- áttu Evans og félaga hans á þessu skeiði, einnig höfð viðtöl við mikinn fjölda manna, er með honum störfuðu. Verður frásögn- in öll óvenju lifandi við þetta, svo sem t. d. sú mynd, er þannig fæst af „hungurgöngunni“ er Evans stjórnaði 1932, þegar þús- undir atvinnuleysingja í Van- couver-héraði fóru i langa mót- mælagöngu, er lauk með 30.000 manna fundi. Baráttan var hörð á þessum tímum og Evans varð hvað eftir annað að sitja í fang- elsi sakir forustu sinnar í þessari baráttu, ekki síst er hann stjórn- aði kaupgjaldsbaráttu kolanámu- manna sama ár. Áratugurinn 1930—40 gengur undir nafninu „The Hunger Thirties" — ára- tugur hungursins — í sögu kana- dísku verkalýðshreyfingarinnar. Atvinnurekendur gerðu út „hvít- liða“ ekki aðeins til þess að brjóta verkföll á bak aftur, heldur og til þess að ræna mönnum eins og Arthur Evans, — hvað stund- um tókst — og mynduðu verka- menn oft heilar varnarsveitir, til að verja Evans og heimili hans ofbeldisárásum. í ritinu eru margar myndir frá þessum tímum og atburðum auk hinna mörgu persónulegu frá- sagna þeirra, er þátt tóku í bar- dögum og hvers konar fjöldastarf- semi verkalýðshreyfingarinnar. Lögreglu og hvítliðum var beitt ár eftir ár til þess að leysa upp fundi verkamannanna og fangelsa foringja þeirra, beitti hún þá oft skotvopnum og særði eða drap ýmsa fundarmanna. En verkamenn gáfust ekki upp, held- ur héldu baráttunni ótrauðir áfram. Voru þá haldnir miklir fundir til þess að mótmæia of- beldi lögreglunnar, t. d. 13000 verkamanna fjöidafundur 4. júli 1935 ( Winnipeg við þinghús- bygginguna. Arthur Evans var félagi í Kommúnistaflokki Kanada, en sá flokkur og ýmis samtök, er hann stóð fyrir, svo sem deild úr A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðsins), voru oft bönnuð í Kanada um þessar mundir. Fór Evans m. a. i mikla áróðursherferð um Kanada á vegum flokksins, til þess að fá sjálfboðaliða til hjálpar spánska lýðveldinu, er uppreisn Francos hófst. Fóru um 1200 sjálfboðalið- ar, mestmegnis kommúnistar, frá Kanada til Spánar til að berjast fyrir lýðveldið gegn fasismanum, og lét um helmingur þeirra lifið þar. Þessi minningabók um Arthur Evans og baráttutíma þá er í svip- uðu broti og „Vinnan", 297 síður, stundum 4 dálkar á síðu, stund- um tveir, mikið af heimildarskjöl- um og myndum, oft stórar fyrir- sagnir og viss blaðamennsku- stíll yfir útgáfunni. En öll er út- gáfa þessi Trade Union Research Bureau (138 E. Cordova Vancou- ver, B. C. V6A 1K9 er heimilis- fangið) til sóma. Forstjóri þessarar stofnunar verkalýðsfélaganna er Emil Bjarnason, sonur Páls Bjarnason- ar, sem Þórbergur ritar bréfið til í þessu Réttarhefti. Emil er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, útskrifaður frá helstu háskólum Kanada og gegnir miklum trún- aðarstörfum í verkalýðshreyfing- unni þar vestra, einkum í Van- couver. Það er nauðsynlegt að haldið sé uppi a. m. k. gagnkvæmri þekkingu á kanadískri og ís- lenskri verkalýðshreyfingu. Við skulum ekki gleyma því að fyrsta verkalýðsfélag (slendinga og fyrsta jafnaðarmannafélag íslend- inga voru mynduð í Winnipeg (1891 og 1901). „Réttur“ hefur oft birt greinar um þessi tengsl (t. d. 1965 og 1969 og oftar) og mun gera sitt til að halda þeim við. 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.