Réttur


Réttur - 01.10.1977, Qupperneq 5

Réttur - 01.10.1977, Qupperneq 5
VI. Það er árátta auðvaldsins að breyta manngildinu í markaðsgildi, eins og þeir Marx og Engels skilgreina strax í Komm- únistaávarpinu 1848. Það er hin háleita hugsjón sósíalism- ans, frelsishreyfingar vinnandi stétta handa og heila, að hindra slíka þróun, gera manninn frjálsan drottnara jarðar, en ekki þræl herrastétta eða vöru á mark- aðstorgi. Það var hlutverk vinnandi stétta handa og heila á íslandi — bænda og menntamanna að heyja sjálfstæðisbarátt- una gegn danska valdinu, — verkamanna- stéttin studdi þá, fámenn, rétt að skapast, en borgarastéttin hafði sig lítt í frammi, nema þá til stuðnings Dönum, að ör- fáum einstaklingum undanteknum. Það verður nú hlutverk íslenskra sósíalista, íslensks verkafólks og mennta- manna, vonandi með stuðningi bænda og millistétta lands vors að varðveita mann- gildi íslenskrar þjóðar, þegar borgara- stéttin vill bera það á markaðstorg. Það var hin sósíalistíska verkalýðshreyfing ís- lands með bandamönnum sínum, sem bjargaði Islandi úr helgreipunum, er yfir vofðu 1945, — umskapaði hið fátæka land vort í bjargálna, sjálfstætt þjóðfélag með nýsköpuninni 1944—47, — knúði fram 12 mílna og 50 mílna fiskveiðilandhelgi, þegar borgarastéttin hafði selt Bretum og Haag-dómstólnum sjálfdæmið og vald- ið yfir landhelginni utan 12 mílna 1961, sem vinstri stjórnin rifti 1971 og ruddi 200 mílunum braut. Nú hvílir sú skylda á sósíalistískri verk- lýðshreyfingu íslands, sem gerði lífskjara- byltinguna 1942 og háð hefur síðan í 35 ár vörn og sókn á því sviði, — að taka forustuna í baráttunni fyrir manngildi, sjálfsvirðingu og sjálfstæði þjóðarinnar, er þorri burgeisanna, sem helst hafa tal- að um persónufrelsi og sæmd, ætlar að gerast keyptir jirælar bandarískrar hern- aðarstefnu. „Valt er að eiga undir þrælum brauð — auðvalds-jrjóð er hörmulegast snauð —“ segir Stephan G. Hann þekkti hve snauð sú Jijóð verður að manngildi og menn- ingu, er lætur breyta sér í auðvaldsþjóð. Og íslenskur verkalýður má muna að J:>að eru amerísk yfirvöld fjármála, sem allt frá 1947 hafa fyrirskipað íslenskri borg- arastétt að beita jafnt verðbólgu, gengis- lækkunum og þrælalögum, til að ræna kaupgjaldi íslenskra verkamanna og sparifé almennings. Og vissulega hefur íslenskt afturhald hlýtt með áfergju. Það eru því síðustu forvöð að hindra gerspillta ameríska auðmannastétt í að brjóta niður manndóm íslendinga með aðstoð agenta sinna og festa sig í sessi um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er vissulega tími til kominn að losa land og jrjóð við þessa yfirkúgara, sem brugga Jojóð vorri liver vélráðin öðrum verri og nota vald- hafa íslands sem vélbrúður sínar til glap- ræðanna. Frelsun íslands af Jæim klafa erlendra skulda og útlendra lierstöðva, sem verið er að fjötra oss æ fastar á, verður að vera verk hinna vinnandi stétta handa og heila. Með Jdví að vinna Jrað verk munu þær stéttir og endanlega frelsa sig sjálfar undan arðráni eilífrar verðbólgu, ógnun nýrra þrælalaga — og taka forræði í eigin landi, gerast sinnar gæfu smiður. 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.