Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 2
arinn 90 kr. er vinstri stjórnin fór frá, — nú 8. febrúar 1978 er hann ákveó- inn 254 kr., 156% hækkun frá 1974, ránið á sparifé, sjóðum alþýðu og kaupi löghelgað af ríkisstjórn íhalds og framsóknar. Verkalýðurinn hefur hinsvegar með harðri baráttu getað hækkað kaupið, þannig aS hið hækkaða kaup hefur t. d. gert íbúðareigendum í verkalýðs- stéttfært að borga afborganir sínar. Ella hefði dýrtíðin rænt þá jafnt eignum sem kaupi. Nú telur þraskarastéttin efnahagsástandið orðið alveg óþolandi, svo til alvarlegra ráðstafana verði að grípa nú þegar, — ráðstafana, sem hindri launastéttir í að svara ránsherferðum hennar með kauphækkunum. Og hvers konar ráðstafanir kann hún svo að gera, ef hún sleppur í gegnum kosningarnar? „Frjáls skráning krónunnar" myndi að líkindum þýða 30—40% gengis- lækkun hennar til að byrja með, máske um síðir afnám hennar sem sjáif- stæðrar myntar, máske þreföldun marks eða dollars, eins og 1950, — doll- arinn í 400—500 kr., ef fordæmið 1950 væri notað. — Skuldasúpan erlendis yrði þá orðin óbærileg, efnahagssjálfstæðið farið — og „sérfræðingum“ hins „frjálsa viðskiptalífs'1 yrði ekki skotaskuld úr að koma á nógu miklu atvinnuleysi — eins og í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu (17 miljónir at- vinnuleysingja), til þess að hræða íslenskar launastéttir frá því að hækka kaupið í hlutfalli við dýrtíðina, — og ef það ekki dyggði, þá hafa fésýslu- flokkarnir áður beitt lögum til að hindra verkföll og banna kauphækkanir, — og gætu gert það enn, er þeir halda völdum. Satt er að ástandið er orðið óþolandi — fyrir alþýðuna og þjóðina alla. Óstjórn þurgeisastéttarinnar er að ræna þjóðina efnahagslegu sjálfstæði og möguleikum almennrar farsældar. Skuld ríkisstjórnarinnar við Seðlabank- ann var um áramótin 1977—78 um 15 miljarðar króna, en var rúmur einn miljarður er vinstri stjórnin fór frá. Og skuldir íslands erlendis voru orðnar 128 miljarðar króna fyrir síðustu gengisbeytingu. Mál er að óstjórn ,,hins frjálsa framtaks" braskinu með þjóðarsjálfstæði og þjóðarheill, linni. íslensk alþýða verður að horfast í augu við það í komandi kosningum: að það eru engin þau rán til, engin þau bönn og frelsisskerðing launafólks til, — sem flokkar burgeisastéttarinnar ekki eru reiðubúnir að grípa til að fram- kvæma — í nafni frelsisins, þ. e. a. s. arðráns - frelsis síns. Alþýðan verður að muna að hún hóf sig upp úr fátæktinni og kom á því bjargálna þjóðfélagi, sem hún hefur búið við og barist í í 35 ár, með því að brjóta gerðardómslög burgeisastéttarinnar 1942 og hrekja þá flokka frá völdum, sem nú hefja hættulegustu ránsferðina á hendur henni, auðvitað undir yfirskyni „frelsis, laga og réttar“. Febrúar 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.