Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 62

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 62
 Mannlíf á krepputímum fjórða áratugsins „Það var mið nótt. Ég var sótt lil konu í barnsnauð. Hjónin bjuggu í kjallaraholu við Njáls- götu. Lágt var til lofts og fátæk- legt um að litast. Konau lá í rúminu, en maður- inn var á fótum og gekk um gólf — fram og aftur, tvö skref eða þrjú, því að gólfrými var ekki mikið. f rúminu fyrir ofan konuna lágu þrjú börn ung, en eitt lá á gólfinu með einhvcrjar druslur ut- an um sig. Ég tók börnin úr rúm- inu, og faðirinn fór með þau fram í eldhúskompuna, svo að óg gæti sinnt konunni. Hún cignaðist fallegt barn og hraust. Þegar ég hafði laugað það, sagði ég eins og gengur: „Jæja, þá er víst komið að því að klæða blessaðan angann í fyrsta skipti. Hvar eru nú fötin hans?“ Þá sá ég að konan fór að vatna músum. Það voru engin föt til. Ég tók svuntuna af mér og sveipaði henni um barnið, og síð- an fór ég úr golftrcyjunni og vafði lienni utan um það. Mér datt f hug að konan væri svöng, því að mæður eru oft lyst- tigar fyrst eftir barnsburð. En ég sá strax á svip konunnar, að svo einfallt var rnálið ekki. „Ég held, að það sé ekkert til“, sagði hún. „Það er ekkert lil“, sagði maður- inn niðurlútur. Ég fór að leita í eldhússkápnum. Ég vildi ekki trúa þessu. En það var deginum sannara. Það var ckkcrt til, ekki nokkur skapaður hlutur. Ég bjó sjálf á Njálsgötunni, þeg- ar þetta var, og flýtti mér heim að sækja mat, og vinkona mfn útveg- aði föt á barnið. Ég vil taka það fram, að þetta auma ástand stafaði ckki af óreglu heimilisföðursins. Það var ekki drukkið eins mikið jiá og nú. Að vísu þekktist drykkjuskapur og fyr- ir kom, að ég neyddist til að biðja lögregluna að fjarlægja föðurnefn- una, á ineðan konan hans var að fæða. En það kom afarsjaldan fyrir. Örbirgðin stafaði af atvinnuleysi og lélegu húsnæði. Mig hryllti oft við þeim húsakynnum, sem ég kom í. í rauninni var ekkert vit f, að konur fæddu börn f sumum jiessara hreysa. En um það var ckki að fást. Maðurinn, sem ég sagði frá áð- an, var ágætur hcimilisfaðir. Hann var lærður trésmiður, en ekkert hafði verið að gera í atvinnugrein hans Iengi. Auk jiess hafði hann róttækar stjórnmálaskoðanir, og það var staðreynd, að |>eir menn áttu erfiðast með að fá vinnu. Eina viku hafði hann fengið f at- vinnubótavinnu, eftir að hann lét skrásetja sig atvinnulausan. Hins vegar hafði hann ckki viljað leita eftir venujleguin fátækrastyrk — og |iað gat ég vel skilið." Úr ágætum „Endurminningum Hclgu M. Niehdóttur ljósmóður" f bók c,ylja Gröndal: „Þegar barn fteðist". (Almenna bókafél. 1977). Úr kaflanum „Hvar eru fötin?" Kreppan 1930—40 og baráttan gegn henni „Aldrei fengust minnstu kjara- bætur — eða réltarbætur án verk- falla, rétt eins og fimm aura hækkun á kaupi þeirra lægst launuðu væru peningaútlát úr vasa atvinnurekenda, sem riðu jjjóðfé- lagiuu að fullu. Margir valdhafar Iandsins heimtuðu ríkislögreglu, þá vantaði ekki peninga, það frum- varp til laga náði ekki meirihluta á Alþingi vegna mótmæla, sem drifu að, Jieir þorðu ekki, Og baráttan varð að jijóðfé- lagsafli, barátta verkafólks og samningsréttur verkalýðsfélaganna varð að veruleika mitt í þcim djöf- ulmóð yfirstéttanna sem allt ætl- aði um koll að keyra. í Verklýðshúsinu við Strandgöt- una á Akureyri voru sungnir bylt- ingasöngvar á flestum fundum, söngvar sem við vissum þá að sungnir voru um heim allan. — „Fram Jjjáðir menn í þúsund lönd- II m“ og margir aðrir þýddir og innlendir söngvar, söngvar, sem aldrei jiagna uns réttlætið hefir sigrað heiminn og „Brautin" hans Þorsteins Erlingssonar er til enda gengin". Tryggvi Emilsson: í „Barátlan um brauðið". (Rvík 1977, Mál og menning). 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.