Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 16

Réttur - 01.10.1977, Page 16
gengin. En trúlega fær njósnarinn laun verka sinna, ef til vill luxusbíl. En það situr ekki á mér að áfellast njósnara, því að nú hef ég undirgengist að gerast njósnari Hennar Hátignar Bretadrottningar. Sú þjónusta er þannig til komin: Stofnaður hefur verið í Lond- on félagsskapur fræðimanna og vísinda- frömuða til að rannsaka tilveru skrímsla, fyrst og fremst tilveru Loch Ness skríms- isins í Skotlandi og í öðru lagi tilveru slíkra undra um allan heim. Forseti fé- lagsins er þingmaður í neðri málstof- unni. í sumar sem leið sneri hann sér bréflega til dr. Finns Guðmundssonar fuglafræðings og bað hann að grennslast fyrir um skrímsli á íslandi. En íslenskir vísindamenn meta vísindalegt mannorð sitt svo hátt, að þeir forðast að bletta það með þvílíkum hjátrúargrillum. Finnur bað guð fyrir sér og kvaðst ekkert vita um skrímsli; en benti forsetanum á Thor- berg Thordarson, landsins eina monstro- log ,enda hefði hann lofað að gefa kost á sér til monstronjósna hér á landi. Svo leið og beið þar til í desember. Þá fékk nefndur Thorbergur skipunarbréf frá forsetanum með stimpli neðri málstof- unnar á, og fylgdu bréfinu tvær prentað- ar greinar eftir forsetann um Loch Ness skrímslið. Og nú mun vera farið að renna upp ljós fyrir þér. I Bretlandi er allt Hennar Hátignar. Lanclið og þjóðin er Hennar Hátignar. Her og iioti er Henn- 224

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.