Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 40

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 40
landsnámsskeiði er nauðsynlegt að minna á, þá stórkapítalísku drauma er íslensk borgarastétt ól með sér í upphafi aldar- innar um nýtingu fossaflsins. Fossamálið svonefnda, þar sem ýmsir mektarmenn ráku áróður fyrir sölu fossanna og drógu upp glæstar myndir af stóriðju því tengdu, sýndi svo ekki var um villst, að íslensk borgarastétt var ekki þess um- komin að standa vörð um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar jafnvel ekki áður en hið stjórnarfarslega sjálfstæði var í höfn. Árið 1917 var svo komið að búið var að selja nær alla virkjanlega fossa landsins, en þá tókst á næstu fimm árum að ná fram lagasetningu er gerði fossa- kaupin haldlítil fyrir stóriðjufélögin. 2 Þá er einnig rétt að drepa á það, að í fyrri heimsstyrjöldinni varð íslensk borgarastétt óháðari þeirri dönsku, er Is- land komst áþreifanlega undir ægihjálm breska imperíalismans. í verðbólgu heim- styrjaldaráranna fyrri skerpast stéttaand- stæðurnar og flokkakerfi borgarastéttar- innar tekur að riðlast, en „stéttarígur" fer vaxandi að sögn Morgunblaðsins,3 enda flokkakerfið að grundvallast á stéttabaráttunni, en ekki nær eingöngu á afstöðunni til Dana. B. Auðvaldsskipulag millistríðsáranna: Er heimstyrjöldin fyrri lauk 1918 og ísland varð fullvalda ríki, þá má segja að komið sé að lokum landnámsskeiðs auðvaldsskipulagsins á íslandi, flest meg- ineinkenni þess hagkerfis sjá þá orðið dagsins ljós. En íslensk jjjóðfélagsgerð bar þá enn mörg einkenni sveitasamfé- lagsins og þau ásamt fámenninu gera erfitt um vik að heimfæra óstaðfærðar kenningar um söguþróun o. fl. upp á íslenskar aðstæður. En hver eru þá sér- einkenni íslensks samfélags 1918—1939. í óbirtri ritgerð um „íslenskt þjóðfélag 1930—1940, segir Svanur Kristjánsson, er hann fjallar um J^jóðfélagsgerðina í tengslum við rannsókn á veikalýðssögu: „Á íslandi er í raun um að ræða tvenns konar samfélög— þéttbýli og dreif- býli. Þessi samfélög eru mjög ólík. Kaup- staðir og kauptún einkennast af mismun- andi atvinnugreinum og stéttum. Sam- félög sveitanna byggir að mestu ein stétt, bændur, ásamt skylduliði. Þegar rætl er um íslenskt ]>jóðfélag, sem eina heild, ís- lenskt hagkerfi, stéttaskiptingu á íslandi o. II. gleymist venjulega Jretta tvíeðli Jrjóðfélagsgerðarinnar." 4 Þegar fjallað er um verkalýðssögu millistríðsáranna er vert að hafa Jretta tvíeðli Jrjóðfélagsgerðarinnar vel í huga, því j:>að er fyrst árið 1930 sem helmingur landsmanna býr í bæjum og árið 1940 eru tæplega 40% íslendinga í sveitum. Jafnvel mætti á jressu tímabili ræða um Jjríeðli íslensks samfélags, Jdví svo ólík er |)jóðfélagsgerðin við Faxaflóa og í sjávar- Jiorpunum úti um land. Reykjavík og Hafnarfjörður skera sig úr sem togara- útgerðarbæir, en sjávarplássin byggja á mótorbátaútgerð, fiskverkun og jrjónustu við sveitasamfélögin. Þessar sérstæðu að- stæður gera erfitt um vik að alhæfa eitt- hvað um íslenska auðvaldsskipulagið. Helstu þróunareinkenni millistríðsár- anna varðandi atvinnuskiptingu og stöðu atvinnugreina eru: að vinnufólki til sveita fækkar til muna, hlutfallsleg fækkun launafólks er við togaraútgerð, en mikil fjölgun launafólks er hefur framfæri af iðnaði, opinberri Jijónustu og verslun. Þá fara opinber afskipti af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.