Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 10
varanlegur árangur í baráttunni við verð- bólguna, fyrir efnahagslegri endurreisn og framleiðsluþróun undirstöðuatvinnu- veganna grundvallast á tveimur almenn- um forsendum. í fyrsta lagi verður að hafa fyllsta sam- ráð við verkalýðshreyfinguna um aðgerð- ir til að ráða niðurlögum verðbólgunnar og um aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Þannig verður að skapa víðtæka félags- lega samstöðu sem byggist á samvinnu ríkisvaldsins og helstu samtaka launa- fólks. Slík samvinna verður að grundvall- ast á hollustu við hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar og hafa að leiðarljósi sköpun varanlegra kjarabóta og almenns þjóðfélagslegs jafnréttis. I öðru lagi verður að efla undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar á skipulagðan hátt til að tryggja þá framleiðsluaukn- ingu sem auðveldað getur efnahagslega endurreisn. Fjármagninu verður að beina að framleiðslugreinunum og uppbygg- ingu hvers kyns úrvinnsluiðnaðar með fullvinnslu fyrir augum. Jafnframt þarf að koma til aukið forræði fólksins sjálfs yfir framleiðslutækjunum. í stað vaxandi milliliðagróða og ítaka erlendra auð- hringja í efnahagslífi landsmanna verður að koma íslensk atvinnustefna sem felur í sér uppbyggingu undirstöðuatvinnu- veganna, aukið efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Efnahags- og atvinnumál Höfuðáhersla á 9 atriði í nánustu framtíð f samræmi við þessi grundvallarvið- horf leggur landsfundur Alþýðubanda- lagsins höfuðáherslu á eftirfarandi atriði á sviði efnahags- og atvinnumála í nán- ustu framtíð: 1. Skipulega verði unnið að uppbygg- ingu helstu fiskistofnanna með sam- ræmdurn verndaraðgerðum. Sam- kvæmt niðurstöðum vísindamanna er hægt að tvöfalda bæði botnfiskafla og loðnuafla án rányrkju ef rétt er að staðið. Auk þess eru fjölmargir aðrir möguleikar hvað varðar sjávarafla lítt eða ekki nýttir. Með eflingu fiskistofn- anna og stórbættri nýtingu sjávarfangs er á tiltölulega skömmum tíma hægt að tvöfalda eða jafnvel þrefalda út- flutningsverðmæti sjávarafurða lands- manna. Hér þarf skipuleg og markviss áætlun og breytt stjórnarstef'na að koma til. 2. Tryggja verður almennum iðnaði vaxtarskilyrði og koma í veg fyrir að samkeppni erlendra aðila setji ís- lenskri iðnþróun stólinn fyrir dyrnar. Auk þeirra iðngreina sem fyrir eru í landinu þarf að koma til margvíslegur nýiðnaður og þá fyrst og fremst ný- iðnaður sem byggir á innlendum hrá- efnum. Orkulindir landsins ber að nýta til alhliða uppbyggingar eftir því sem efnahagsgeta þjóðarinnar leyfir, og með það í lmga að treysta byggð vítt um landið. Við uppbyggingu margvíslegrar iðnaðarstarfsemi þarf jafnan að gæta þess að náttúruspjöll verði sem allra minnst og jafnframt verður að gera ítrustu kröfur urn holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 3. Blómlegur landbúnaður er einn af frumþáttum íslenskrar atvinnustefnu og því þarf að gera úttekt á þróunar- möguleikum hans. Stefnt verði að aukinni hagkvæmni í búrekstri, skipu- lagningu framleiðslunnar og skynsam- legri nýtingu landsgæða. Liigð verði áhersla á aukinn samvinnurekstur og 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.