Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 5
sveitum, er ráðið til margra þeirra staða
þar sem aflinn berst á land og er unninn.
Þetta er hið svokallaða farandverkafólk.
í*að dvelur sem sagt um lengri eða
skemmri tíma fjarri heimilum sínum við
vinnu. Von um miklar tekjur er að sjálf-
sögðu mjög hvetjandi í þessu samba'ndi,
oft samlara lítilli vinnu á heimaslóðum.
Farandverkafólk er reyndar ekki aðeins
1 sjávarútvegi. Það má einnig finna í land-
búnaði og við ýmsar framkvæmdir, svo
sem virkjanaframkvæmdir, brúarsmíði
og fleira. Hér í jressari grein er þó aðeins
I jallað um kjör farandverkafólks í sjávar-
utvegi og drepið á nokkur jreirra atriða,
sem ástæða er til að vekja athygli á hér í
Rétti, þó mörgu verði sleppt, sem ástæða
vasri til að gera nokkur skil.
Atburðirnir í Vestmannaeyjum á síðast
liðnu sumri ollu Jtví, að augu manna
beindust meir en áður að kjörum farand-
verkafólksins. Þeir hrundu af stað röð at-
burða, sem óneitanlega hafa komið hreyf-
ingu á málið. Fundir voru haldnir meðal
farandverkafólks og með forystumönnum
í verkalýðshreyfingunni. Kröfur um rir-
bætur voru mótaðar, sem síðan hafa verið
einskonar brennipunktur jTeirrar um-
ræðu, sem fram hefur farið. Meðal ann-
ars á þingi Verkamannasambands íslands
í október síðast liðinn og á ráðstefnu í
nóvember, sem verkalýðsfélögin í Vest-
mannaeyjum og Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu efndu til. Einnig á
kjaramálaráðstefnum Alþýðusambands-
ins.
Farandverkafólkið hefur fylgt árstíða-
bundnu atvinnulífi okkar frá upphafi.