Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 58

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 58
AUt andófið á þessum árum, ekki síst innan æskulýðssamtaka Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, varð smám sam- an til þess, að ráðamenn þessara flokka tóku mjög að ókyrrast. Og að því kom 28. mars 1956, að Alþingi samþykkti ályktun um brottför Bandaríkjahers. Kosningar fóru fram um sumarið, og eft- ir þær var mynduð ríkisstjórn Framsókn- arflokks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks, sem hafði brottför hersins á stefnuskrá sinni. Friðlýst land — 1957 — 60 Því miður voru ekki til nein skipuleg samtök hernámsandstæðinga utan Al- þingis til að veita fyrrnefndri „vinstri" stjórn aðhald, þegar hún tók að ganga á bak orða orða sinna í herstöðvamálinu með ótíðindi í FJngverjalandi og Mið- jarðarhafsbotnum að yfirvarpi. Ekki leið þó nema tæpt ár, þar til aftur var haldið af stað. Nú var það Rithöf- undafélag íslands, sem reið á vaðið í október 1957. Ásamt Félagi ísl. mynd- listarmanna leituðu þe'ir samstarfs við aðra listamenn, menntamenn og stúd- enta. Fíinn 8. desember var haldinn al- mennur fundur, sem troðfyllti Gamla Bíó, anddyri þess og ganga. Þar var þess krafist, að stjórnin stæði við loforð sitt um brottflutning hersins og gengu fund- armenn fylktu liði heim til forsætisráð- herra, Hermanns Jónassonar, og afhentu honum ályktun sína. 20. mars 1958 voru uppúr þessari hreyl- ingu stofnuð samtökin Friðlýst land. Þau byrjuðu á að halda fjölmennan fund í Gamla Bíói 28. mars, á tveggja ára afmæli ályktunar Alþingis um uppsögn her- stöðvasamningsins. Sumarið og haustið 1958 héldu samtökin svo fundi víðsvegar um land og kom nú í ljós, að þar var síst minni andstöðu að finna gegn herset- unni en á Reykjavíkursvæðinu. Samtökin Friðlýst land höfðu 15 manna stjórn og framkvæmdaráð, sem hélt fundi öðru hverju. Einhverntímann á útmánuðum 1960 tók sú hugmynd að þróast, að nú væri nóg komið af hefð- bundnum fundum og ályktunum um herstöðvamálið. Grípa þyrfti til stórtæk- ari aðgerða, sem eftir yrði tekið. Og nið- urstaðan varð Keflavíkurganga 1960, sem mörgum þótti þá fífldjarft fyrirtæki. En Keflavíkurgangan 19. júní tókst með þvílíkum ágætum, að hún vakti her- námsandstæðinga um land allt af dvala. Talsmenn hreyfingarinnar fóru um flest- ar byggðir landsins sumarið eltir og stofn- aðar voru héraðsnefndir í öllum sýslum ogkaupstöðum og fjölmörgum hreppum. Síðan var efnt til Þingvallafundar í sept- ember, og þar voru stofnuð Samtök her- ndmsandstceðinga. Niðuiiag þessarar greinar birtist l næsta hefti — og fylgja þ<i heimildir hinna merktu tilvísana og fleiri myndir. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.