Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 64

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 64
 Hernám 1940 „Þegar ísland var hertekið 10. maí 1940, heí’st nýtt tímabil í sögu lands vors. Ef til vill verður það eitthvert skuggalegasta tímabilið í sögu þess . . . .“ „Roosevelt Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að landvarnar- lína Bandaríkjanna liggi austan við ísland. Og sameiginleg land- varnanefnd Bandaríkjanna og Kanada hefur lýst yfir því að nauðsynlegt sé að hafa öflugt setu- lið á íslandi. Hvað tákna yfirlýsingar þessar fyrir okkur fslendinga? Þær lákna það að |ró England kalli her sinn héðan á brott, þá myndu herveldi Vesturheims álíta óhjákvæmilegt, sér „til varnar", að hafa „öflugt setulið“ hér á fslandi eftir sem áður.“ E.O. i ,,Sjdlfsta:ðisbarátta ís- lands hin njrja" i „Rétti" des. 1940. Samþykkt Natosáttmálans 1949 „Túlkanir og skýringar íslensku ráðherranna á sáttmála þessum .....liljóta að vera mikið að- hlátursefni fyrir herrana 1 Was- hington. Rétt eins og fslensku peð- in verði spurð ráða um liernaðar- pólitík Bandaríkjanna og Bret- lands, að því er tekur til einnar þýðingarmestu herstöðvar verald- ar eða þeir fái úrslilaatkvæði um framkvæmd á hernaðarsáttmála stórveldanna.......“ „En nú þykjast þeir miklir af því að hafa komið því til leiðar í Washington, að hér verði engar varnir og við séum ekki skyldug- ir til að hafa hér her og herstöðv- ar á friðartfmum samkvæml sátt- málanum. — Hér fer fram kát- broslegl sjónarspil, á miklum al- vörutfmum fyrir þjóð vora .... En herstöðvar á íslandi eru ekki ætlaðar lil varna, heldur sóknar og árásar." „ .. . .Bandaríkin hafa „farið fiam á að fá þrennar mikilvægar herstöðvar hér á landi til 99 ára. Þau hafa þröngvað íslandi til að láta af hendi við sig dulbúna her- stöð og Iiafa hér þegai eins konar setulið, sem hagar sér eins og herraþjóð. Og nú krefjast þeir þess að vér látum land vort sem árásar- stöð í komandi styrjöld, að vér fær- nm sjálfa oss að fórn fyrir hags- muni bandarísks anðvalds, og að íslenska þjóðin verði ofurseld þeirri hættu að verða tortfml f hinni ægilegustu styrjöld allra tíma, til þess að bægja hættunni frá Bandaríkjunum sjálfum." „Ef þjóðinni verður neitað um að taka sjálf ákvörðun í máli, sem skiptir kannski meiri sköpum en nokkuð annað í sögu hennar fyrr og síðar, þá skuluð þið vita, herr- ar mfnir, að þjóðin mun Ifla á samninga þá, sem þið gerið að henni forspurðri, sem markleysu, sem þið einir skulið fá að bera ábyrgð á." Brynjólfur Bjarnason i út- varpsrœðu á Alþingi 28. mars 1949. (Birl i „Rétli" 1949 og i ,.Með slorminn i fangið I", undir fyrirsögn- inni: „Bað svar verður munað um ár og aldir".) * Hernám 1951 „1 nafni fslensku þjóðarinnar ákærum vér ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku fyrir að hafa scnt vopnaðan her inn f friðsamt land, fyrir að níðast á fámennri varnar- lausri jrjóð, til þess að ná landi hennar sem herstöð. Það dregur ekki úr sök bandaríska auðvalds- ins, á þessu níðingsverki gagnvarl íslandi, þótt auðvald Ameriku hafi náð slíkum tökum á vald- liöfum lands vors með fjárgjöfum, blekkingum og grýlusögum, að það hafi getað látið jxl undirskrifa fyrirskipanir hins ameríska herliðs og traðka á lögum og stjórnarskrá þjóðarinnar." „íslendingar! Örlagaríkustu atburðir f sögu jjjóðar vorrar kalla oss til varð- stöðu um málstað lands vors. Hernám jrað, sem ameríska auð- valdið hefur nú framið, á að þess hyggju að verða langvarandi og leiða til fullkominnar undirokun- ar vor íslendinga undir Bandarík- in. Mætið þessu hernámi með þeirri mólspyrnu einni, senr vér fámenn- ir og vopnlausir, friðsamir og frels- isunnandi, getum veitt....... Standið vörð gegn því hernámi hngans og hjartans, gegn for- heimskunni og þýlyndinu, scm Icppblöðin og leppllokkar amerísks auðvalds boða, — j)ví það hernám er öllu öðru hættulegra." Úr „Ávarpi til íslendinga“ frá miðstjórn Sósialista- flokksins 8. mai 1991. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.