Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 64

Réttur - 01.01.1980, Side 64
 Hernám 1940 „Þegar ísland var hertekið 10. maí 1940, heí’st nýtt tímabil í sögu lands vors. Ef til vill verður það eitthvert skuggalegasta tímabilið í sögu þess . . . .“ „Roosevelt Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að landvarnar- lína Bandaríkjanna liggi austan við ísland. Og sameiginleg land- varnanefnd Bandaríkjanna og Kanada hefur lýst yfir því að nauðsynlegt sé að hafa öflugt setu- lið á íslandi. Hvað tákna yfirlýsingar þessar fyrir okkur fslendinga? Þær lákna það að |ró England kalli her sinn héðan á brott, þá myndu herveldi Vesturheims álíta óhjákvæmilegt, sér „til varnar", að hafa „öflugt setulið“ hér á fslandi eftir sem áður.“ E.O. i ,,Sjdlfsta:ðisbarátta ís- lands hin njrja" i „Rétti" des. 1940. Samþykkt Natosáttmálans 1949 „Túlkanir og skýringar íslensku ráðherranna á sáttmála þessum .....liljóta að vera mikið að- hlátursefni fyrir herrana 1 Was- hington. Rétt eins og fslensku peð- in verði spurð ráða um liernaðar- pólitík Bandaríkjanna og Bret- lands, að því er tekur til einnar þýðingarmestu herstöðvar verald- ar eða þeir fái úrslilaatkvæði um framkvæmd á hernaðarsáttmála stórveldanna.......“ „En nú þykjast þeir miklir af því að hafa komið því til leiðar í Washington, að hér verði engar varnir og við séum ekki skyldug- ir til að hafa hér her og herstöðv- ar á friðartfmum samkvæml sátt- málanum. — Hér fer fram kát- broslegl sjónarspil, á miklum al- vörutfmum fyrir þjóð vora .... En herstöðvar á íslandi eru ekki ætlaðar lil varna, heldur sóknar og árásar." „ .. . .Bandaríkin hafa „farið fiam á að fá þrennar mikilvægar herstöðvar hér á landi til 99 ára. Þau hafa þröngvað íslandi til að láta af hendi við sig dulbúna her- stöð og Iiafa hér þegai eins konar setulið, sem hagar sér eins og herraþjóð. Og nú krefjast þeir þess að vér látum land vort sem árásar- stöð í komandi styrjöld, að vér fær- nm sjálfa oss að fórn fyrir hags- muni bandarísks anðvalds, og að íslenska þjóðin verði ofurseld þeirri hættu að verða tortfml f hinni ægilegustu styrjöld allra tíma, til þess að bægja hættunni frá Bandaríkjunum sjálfum." „Ef þjóðinni verður neitað um að taka sjálf ákvörðun í máli, sem skiptir kannski meiri sköpum en nokkuð annað í sögu hennar fyrr og síðar, þá skuluð þið vita, herr- ar mfnir, að þjóðin mun Ifla á samninga þá, sem þið gerið að henni forspurðri, sem markleysu, sem þið einir skulið fá að bera ábyrgð á." Brynjólfur Bjarnason i út- varpsrœðu á Alþingi 28. mars 1949. (Birl i „Rétli" 1949 og i ,.Með slorminn i fangið I", undir fyrirsögn- inni: „Bað svar verður munað um ár og aldir".) * Hernám 1951 „1 nafni fslensku þjóðarinnar ákærum vér ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku fyrir að hafa scnt vopnaðan her inn f friðsamt land, fyrir að níðast á fámennri varnar- lausri jrjóð, til þess að ná landi hennar sem herstöð. Það dregur ekki úr sök bandaríska auðvalds- ins, á þessu níðingsverki gagnvarl íslandi, þótt auðvald Ameriku hafi náð slíkum tökum á vald- liöfum lands vors með fjárgjöfum, blekkingum og grýlusögum, að það hafi getað látið jxl undirskrifa fyrirskipanir hins ameríska herliðs og traðka á lögum og stjórnarskrá þjóðarinnar." „íslendingar! Örlagaríkustu atburðir f sögu jjjóðar vorrar kalla oss til varð- stöðu um málstað lands vors. Hernám jrað, sem ameríska auð- valdið hefur nú framið, á að þess hyggju að verða langvarandi og leiða til fullkominnar undirokun- ar vor íslendinga undir Bandarík- in. Mætið þessu hernámi með þeirri mólspyrnu einni, senr vér fámenn- ir og vopnlausir, friðsamir og frels- isunnandi, getum veitt....... Standið vörð gegn því hernámi hngans og hjartans, gegn for- heimskunni og þýlyndinu, scm Icppblöðin og leppllokkar amerísks auðvalds boða, — j)ví það hernám er öllu öðru hættulegra." Úr „Ávarpi til íslendinga“ frá miðstjórn Sósialista- flokksins 8. mai 1991. 64

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.