Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 43
verið þjóðernisstefna, þótt því hafi mest verið haldið á loft, heldur útþenslustefna þýskra og fjölþióðlegra auðsamsteypa. Þetta var engin sönn þjóðernisstefna, heldur afskræming og misnotkun á eðli- legri þjóðerniskennd, sem miðar að varð- veislu þjóðernis, en ekki útþenslu þess. Og það er líka óhætt að staðhæfa, að t.d. Bandaríkjamenn upp til hópa hafa enga sérstaka löngun til að ríkja yfir öðr- um þjóðum. En þá.verðum við líka að gera okkur ljóst, að enda þótt forsetar Bandaríkjanna og þingmenn séu form- lega kosnir af fólkinu eða hluta þess (kosningaþátttaka í USA er yfirleitt mjög lítil), þá eru þeir ekki fulltrúar almenn- ings. Heldnr eru það ýmsar auðsamsteyp- ur, sem koma sér saman um frambjóð- endur eða nánast búa þá til, fjármagna þá, keppa um þá og stjórna þeim síðan. En áhugamál þessara auðfélaga eru heldur ekki beinlínis að ráða yfir öðrum þjóðum, öðru fólki, (|)etta eru mjög óþjóðlegir aðilar), heldur yfir auðlindum annarra þjóða og hagnýtingu þeirra. Og til pess getur vissulega verið nauðsynlegt að ráða yfir hugsunarhætti jieiiTa, einsog líka er reynt og gert á sviði vitundariðn- aðarins, svosem með alþjóðlegum frétta- stofum, blaðakosti, kvikmyndum, sjón- varpsefni, hljómplötum o.s.frv. Notagildi herstöðva er almennt fólgið í því: 1) að standa vörð um hagsmuni auð- samsteypnanna um víða veröld, og 2) þær eru arðvænlegasti markaður fyrir Iramleiðslu hergagnaverksmiðja, sem eru t. d. býsna vænn og snar þáttur í bandarísku atvinnulífi. Til þess að unnt sé að réttlæta fyrir skattgreiðendum stöðuga vopnafram- leiðslu ogláta ríkið, bandarískan almenn- ing, sífellt kaupa hergögn af verksmiðj- unum og senda þau til herstöðvanna eða sem ,,hernaðaraðstoð“, — tii þess þarf stríðsástand eða a. m. k. stríðsótta. Ann- aðhvort heitt stríð einsog reyndar hefur verið stofnað til eftir síðustu heimstyrj öld í ýmsum ófínni löndum þriðja heims- ins, svosem Kóreu og Víetnam, eða þá a. m. k. kalt stríð fyrir okkur hér í fína heiminum. En kalt stríð hefur í för með sér vígbúnaðarkapphlaup, þ. e. stöðuga endurnýjun vopnabúnaðar. Og með því móti getur framleiðslan lialdið ótrufluð áfram lengi vel. Stundum verður þó að auka stríðsóttann verulega, þegar her- gagnaverksmiðjum er orðið mikið mál að koma vörum sínum á markað. Þess- vegna má heldur ekki rýma neinar her- stöðvar, jafnvel þótt þær hafi lítið sem ekkert raunverulegt hernaðargildi, því að með þvi væri verið að viðurkenna, að þær gætu verið óþarfar, og það væri hættulegt fordæmi. Þessi markaðsþörf veldur svo víxlverk- unum og hugsanlegu samspili í vopna- framleiðslu stórveldanna. Tortryggilegt er t. d., að sovésk stjórnvöld setja aldrei Iram annað en grunnfærnar og frasa- kenndar skýringar á auknum vígbúnaði vesturveldanna. En slíkar hugleiðingar væru efni í aðra langa grein. Ég tel, að andstæðingar hersetu á Is- landi hafi yfirleitt og lengst af látið sér sjást yfir þetta meginatriði: hinar efna- hagslegu alþjóðlegu forsendur herstöðv- anna. Sumir marxistar hljóta þó að hafa skilið þetta. Ég á ekki við þá, sem kunna marga frasa utanbókar, heldur hina, sem hafa getað tileinkað sér marxiskan sögu- skilning, livort sem þeir hafa lesið mikið eða lítið í Marx og Engels. En hafi þeir 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.