Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 8

Réttur - 01.01.1980, Síða 8
starfsmanna og bankamanna. Farand- verkamenn, sem vinna inni á hálendinu hafa fríar ferðir, en það er atvinnurek- andinnsemsérþeimfyrir ferðunum. Ekki aðeins, þegar vinna hefst og þegar henni er lokið, heldur reglulega á milli vinnu- staðar og heimilis, eða næsta kaupstaðar viku- eða hálfsmánaðarlega. Þau réttindi helgast af samningum og því er ekki óeðlilegt að farandverkafólk í fiskvinnu geri svipaðar kröfur til sinna atvinnurek- enda og stel'na á að ná því fram í samn- ingum. Erlent farandverkafólk — upplýsingin Margir atvinnurekendur í fiskvinnslu hafa í auknum mæli ráðið til sín erlent farandverkafólk á undanförnum árum. Þetta getur að sjálfsögðu verið eðlilegt, ef ekki er hægt að fá vinnuafl innanlands. En það sem stingur í augu í þessu sam- bandi er sá algeri upplýsingaskortur, sem útlendingarnir húa við. Þeir hafa því miður ekki hugmynd um hvaða réttindi og skyldur því eru samfara að vera verka- maður á Islandi. Þær munnlegu upplýs- ingar, sem veittar eru af ráðningarskrif- stofu í London, hafa reynst mjög tak- markaðar og jafnvel villandi. Slíkt er óforsvaranlegt, ekki síst ef hér er um ís- lendinga að ræða, sem veita upplýsingarn- ar og eiga að vita betur. Eftir því sem ég kemst næst er umrædd ráðningarskrif- stofa á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Að sjálfsögðu ætti að sjá til þess, að all- ir þeir, sem hingað eru ráðnir til starfa fái í hendur með aðgengilegum hætti upplýsingar um íslenskan vinnurétt og innihald kjarasamninga. Gera þarf at- vinnurekendur með einhverjum hætti ábyrga í þessu efni, en Félagsmálaráðu- neytið, sem veitir atvinnuleyfin ætti e.t.v. að annast skipulag jjessarar fræðslu í sam- vinnu við verkalýðssamtökin. Atvinnuleyfin En það er einnig ástæða til að staklra við atvinnuleyfin sérstaklega. Atvinnu- leyfi til handa útlendingum eru gefin á grundvelli laga frá árinu 1951 um, ,rélt erlendra manna til að stunda atvinnu d íslandi.” Samkvæmt lögunum eru um tvenns konar atvinnuleyfi að ræða, og orðrétt segir í 3. gr.: „Félagsmálaráðherra veitir atvinnu- leyfi samkvœmt lögum þessum að fengn- um tillögum verkalýðsfélags á staðnum i hlutaðeigandi starfsgrein, og sJtulu þau veitt vinnuveitendum." Og síðan segir í sömu lögum: „Þegar sérstalilega stendur á, getur fé- lagsmálaráðherra, ef sérstakar ástœður mœla með því, veitt erlendum monnum leyfi til að stunda atvinnu á íslandi, án þess að leyfið sé veilt ákveðnum vinnu- veitenda (sjálfstœtt a.tvinnuleyfi), og þurfa þá atvinnurekendur þeir, sem leyf- ishafi vinnur hjá, ekki að sœkja um at- vinnuleyfi fyrir hann samkvœmt 3. grein.“ Það eru atvinnuleyfi bundin ákveðn- um atvinnurekenda, sem einkum eru gef- in hér á landi, en sjaldgæfara að útlend- ingar fái hið svokallaða „sjálfstæða at- vinnuleyfi“. Það er ástæða, til að efast um réttmæti þess að launafólk, sé bundið einum at- vinnurekenda, á þann hátt, sem lögin gera ráð lyrir. Ef útlendum verkamanni 8

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.