Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 36
Celia Sanchez var hægri hönd Fidels Castro. Eft- ir byltinguna 1959 komst þessi gamansami spurn- ingaleikur á kreik: „Hver stjórnar Kúbu?“ — „Fidel!" — „Og hver stjórnar Fidel?“ — „Celia!“ irnir og brostu breitt, — það er allt ann- að mál. Hún er eina konan í heiminum, sem fær að fara niður í þessa námu! Eitt af því marga sem Celia afkastaði var að lialda saman öllum skrifuðum gögnum um byltinguna á Kúbu, allt frá því byltingarstarfsemin hófst með árásinni á Moncada-herbúðirnar árið 1953. Kúbu- menn hafa fyrir satt að án þessa framtaks hennar myndu sagnfræðingar framtíðar- innar lenda í miklum vanda við að fá nokkurn botn í þessa byltingu og þróun hennar frá upphafi. í ræðu sinni við útförina sagði Arm- ando Hart menntamálaráðherra m. a. að líf og starf Celiu Sanchez væri verðugt fordæmi fyrir alla byltingarmenn á Kúbu. Þeir ættu að taka sér dugnað hennar, ósérplægni og hógværð til fyrir- myndar. „Fyrir 23 árum, þegar Celia skipulagði byltingarstarfsemina í Oriente-héraði, voru verkefnin risavaxin. En þau voru framkvæmd, og kúbanska þjóðin tók sögulegt stökk framávið, sem ekki á sér neina hliðstæðu í sögu Ameríku. Þær framfarir sem síðan hafa orðið eru stað- reynd sem jafnvel óvinir okkar geta ekki neitað . . . í dag bíður þjóðar okkar verkefni, sem er ekki síður risavaxið. Við þurfum að sigrast á innri veikleik- um okkar og ráðast af dirfsku og hug- kvæmni gegn þeim erfiðleikum sem stafa af hlutlægum vandamálum úti í heimi er hafa áhrif á Kúbu“ — sagði ráð- herrann. í lok ræðunnar sagði liann, að Kúbu- menn ættu að heiðra minningu Celiu Sanchez með því að vinna stöðugt, og í anda hennar, að framgangi byltingarinn- ar. Ingibjörg Haraldsdóttir. i 36 k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.