Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 36

Réttur - 01.01.1980, Page 36
Celia Sanchez var hægri hönd Fidels Castro. Eft- ir byltinguna 1959 komst þessi gamansami spurn- ingaleikur á kreik: „Hver stjórnar Kúbu?“ — „Fidel!" — „Og hver stjórnar Fidel?“ — „Celia!“ irnir og brostu breitt, — það er allt ann- að mál. Hún er eina konan í heiminum, sem fær að fara niður í þessa námu! Eitt af því marga sem Celia afkastaði var að lialda saman öllum skrifuðum gögnum um byltinguna á Kúbu, allt frá því byltingarstarfsemin hófst með árásinni á Moncada-herbúðirnar árið 1953. Kúbu- menn hafa fyrir satt að án þessa framtaks hennar myndu sagnfræðingar framtíðar- innar lenda í miklum vanda við að fá nokkurn botn í þessa byltingu og þróun hennar frá upphafi. í ræðu sinni við útförina sagði Arm- ando Hart menntamálaráðherra m. a. að líf og starf Celiu Sanchez væri verðugt fordæmi fyrir alla byltingarmenn á Kúbu. Þeir ættu að taka sér dugnað hennar, ósérplægni og hógværð til fyrir- myndar. „Fyrir 23 árum, þegar Celia skipulagði byltingarstarfsemina í Oriente-héraði, voru verkefnin risavaxin. En þau voru framkvæmd, og kúbanska þjóðin tók sögulegt stökk framávið, sem ekki á sér neina hliðstæðu í sögu Ameríku. Þær framfarir sem síðan hafa orðið eru stað- reynd sem jafnvel óvinir okkar geta ekki neitað . . . í dag bíður þjóðar okkar verkefni, sem er ekki síður risavaxið. Við þurfum að sigrast á innri veikleik- um okkar og ráðast af dirfsku og hug- kvæmni gegn þeim erfiðleikum sem stafa af hlutlægum vandamálum úti í heimi er hafa áhrif á Kúbu“ — sagði ráð- herrann. í lok ræðunnar sagði liann, að Kúbu- menn ættu að heiðra minningu Celiu Sanchez með því að vinna stöðugt, og í anda hennar, að framgangi byltingarinn- ar. Ingibjörg Haraldsdóttir. i 36 k

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.