Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 44

Réttur - 01.01.1980, Page 44
skilið þetta, þá hljóta þeir að hafa sett það fram á svo almennan, yfirborðslegan og frasakenndan hátt, að almenningnr fékk engan botn í það. Ég segi fyrir mig sjálfan, að það eru ékki nema svosem sjö ár síðan ég fór að gera mér þetta ljóst, semsagt þegar ég fór að grufla út í þetta af eigin rammleik, vegna þess að mér var falið að skrifa um herstöðvamálið í tíma- ritið Rétt, sem ég bar nokkra virðingu fyrir. En baráttan gegn herstöðvum hér hef- ur fyrst og fremst verið rekin á þjóðern- islegum tilfinningagrundvelli. Það er ákveðinn hluti þjóðarinnar, kannski 20— 30% eða meira, sem hefur verið á móti herstöðvum af einhverskonar þjóðemis- legri eðlishvöt. Og flestir þeirra, sem hafa verið fylgjandi herstöðvum, þeir hafa heldur ekki gert sér ljósa grein fyrir hin- um efnahagslegu forsendum. Þeir hafa trúað því, að herinn væri ill nauðsyn vegna hættunnar á hernaðarárás frá Rúss- um. Ég býst m. a. s. við, að flestir VL- ingarnir 14 hafi trúað því, að þeir væru að forða þjóðinni frá glapræði. Það má því segja, að andstaðan gegn hersetunni hafi verið rekin á mjög ófull- nægjandi forsendum. Og það er ekkert skrítið. Vegna þess að almenningur á mjög erfitt með að skilja efnahagspólitík, sem ekki brennur beint á honum sjálfum. Þessvegna kýs almenningur líka, að mikl- um meirihluta flokka, sem í rauninni vinna gegn hans eigin hagsmunum. Menn eiga með öðrum orðum auðveldara með að láta sér skiljast að hersetan sé hættuleg fyrir þjóðerni, tungu, menningu og önnur fyrirbæri, sem erfitt er að skil- greina, heldur en að skilja hin efnahags- legu rök. Og einusinni var m.a.s. afbrýði- semi íslenskra karlmanna útí Kanann þungvæg röksemd. Því er það sem Guð- bergur Bergsson lætur eina persónu í Önnu segja svo kaldhæðnislega: „Vanda- mál hernámsins er ókynferðislegs eðlis. Sú andspymuhreyfing er aum, sem reyn- ir að vekja þjóðarandann í klofinu á fólki. Reyndu að skírskota til höfuðsins." En þetta er heldur ekkert skrítið. Því að ef á annað borð er reynt að beita efna- hagslegum rökum, þá kemur eðlilega upp sú spurning, hvort við mundum ekki bara hafa meira að bíta og brenna, ef við gerðumst fylki í Bandaríkjunum. Það get- ur orðið nokkuð flókið að hrekja þvílíka staðhæfingu, þótt hún sé auðvitað röng. Og þá kemur aftur að því, að hinir þjóð- ernislegu tilfinningamenn, sem segja sem svo: betra er að vera barður þræll með frelsi í brjósti, heldur en feitur þjónn, þeir virðast næstum af skáldlegum inn- blæstri hafa skynjað, að það myndi held- ur ekki vera heppilegt fyrir okkur efna- hagslega að verða hjáleiga erlends stór- veldis til lengdar. Mér finnst reyndar einnig einsog það líkist stundum innblæstri, þegar ýmsir góðborgarar eru að berjast fyrir herset- unni án þess að vera sér meðvitaðir um, að þeir séu að berjast fyrir eigin hags- munum. En aðalnot íslenskrar auðstéttar af herstöðinni eru: 1) Hún er auðsuppspretta og mjólkurkýr fyrir stærstu forréttindafyrirtæki lands- ins. 2) Hún er trygging gegn lítt hugsanlegri valdatöku verkalýðsins. Hernám Breta 1940 9. apríl 1940 hernámu Þjóðverjar Dan- mörku, og konungur íslands varð þá á vissan hátt stríðsfangi. Sama dag sendi 44

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.