Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 11

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 11
Hvað hefur áunnizt? Eins og sjá má, þá heiur mikið verið rætt um málefni farandverkafólks á þess- um vetri í kjölfar fundahaldanna og blaðaskrifa síðastliðið sumar. En hvað hefur verið gert, sem kalla má áþreif- anlegt? Hefur eitthvað áunnist? Efalaust má telja það ávinning að nú hefur Al- þýðusamband Islands lagt fram kröfur um úrbætur í mikilvægustu málum far- andverkafólks. Atvinnurekenda er að svara, og spurningin, sem menn standa nú frammi fyrir er: Hver verður ávinn- ingur samninganna í þessu efni? Ekki skal um það spáð, en víst er að árangur- inn mun ráðast mjög af því hvað verka- lýðshreyfingin leggur þunga áherslu á úr- bætur til handa farandverkafólki, og einnig livað farandverkafólkið sjálft sýnir málefnum sínum mikinn áhuga og livað því tekst að standa þétt að baki kröfum sínum. Það er einnig ávinningur að farand- verkafólk hefur nú opnað skrifstofu í húsakynnum Dagsbrúnar. Þar eru haldn- ir fundir og annað starf skipulagt, fyrir- spurnum svarað og unnið að framgangi þessara mál, sem brýnust eru. Á Alþingi hefur Karl Steinar Guðna- son lagt fram þingsályktunartillögu um upplýsingaskyldu stjórnvalda gagnvart þeim útlendingum, sem hingað eru ráðn- ir til starfa. Þá er í undirbúningi reglu- gerð, þar sem kveðið er á um aðbúnað á verbúðum. Óhætt er að fullyrða að þetta eru dæmi um árangur, sem rekja má til þess að far- andverkafólk reis upp og mótmælti kjör- um sínum, svo að margir kipptust við. Hjólið fór að snúast og verður ekki stöðv- að fyrr en í höfn. KRÖFUR FARANDVERKAFÓLKS A. A3 húsnæði það sem ætlað er farand- verkafólki til ibúðar standist ströngustu kröfur núverandi reglugerðar öryggis- og heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt er þess krafist að sú reglugerð verði endurskoð- uð, enda ganga þær reglur allt of skammt. B. A3 kosinn verði trúnaðarmaður á hverri verbúð, sem jafnframt verði tengiliður farandverkafólks við viðkomandi stétt- arfélög. Slikum trúnaðarmönnum verði tryggður sami réttur og öðrum trúnað- armönnum stéttarfélaga. C. A3 atvinnurekendur greiði ferðakostn- að farandverkafólks til og frá heima- byggð sinni. Einnig verði gert ráð fyrir því að farandverkafólki verði tryggðar ferðir til dæmis einu sinni í mánuði tii og frá heimili sinu innanlands, sér að kostnaðarlausu. D. A3 farandverkafólki i fiskiðnaði verði séð fyrir fríu fæðu, líkt og tíðkast í öðr- um atvinnugreinum þar sem fólk er i vinnu fjarri heimabyggð sinni. E. A3 réttindi farandverkafólks verði tryggð til jafns við rétt fullgildra félaga i stétt- arfélögum, til dæmis hvað varðar rétt til greiðslu úr sjúkra- og styrktarsjóð- um, verkfallsbóta, atvinnuleysistrygginga og atkvæðisrétt í kjaradeilum. F. A3 verkalýðsfélögin hafi ávallt á reið- um höndum nægar upplýsingar um samninga og kauptaxta fyrir islenskt verkafólk, sem fer til starfa erlendis og gegni upplýsingaskyldu gagnvart þvi. G. Aðrammasamningur verkalýðsfélaganna verði þýddur yfir á ensku fyrir þau hundruð erlendra farandverkamanna semvinna hér á landi. Einnig verði hald- in námskeið fyrir erlent farandverkafólk, þar sem því séu kynntir m.a. kjara- samningar, skattalög, launakerfi og rétt- indi og skyldur þess gagnvart verka- lýðsfélagi og atvinnurekenda. H. Að gerður verði samningur fyrir farand- verkafólk í landbúnaði um launakjör, vinnutima og ókeypis ferðir, fæði og húsnæði. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.