Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 35
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: Kúbönsk byltingarkona látin Celia Sanchez, „konan á bakvið Fidel Castro“, lést í Havana í janúar sl„ tæp- lega sextug að aldri. Þjóðarsorg varð á Kúbu við lát hennar og hundruð þús- unda manna flykktust á Byltingartorgið til að fylgja henni til grafar og hlýða á líkræðu Armando Hart, menntamálaráð- herra. Celia var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu og kom ekki oft fram við opinberar athafnir eða í fjölmiðlum, en á Kúbu var hún sannkallaður þjóðardýr- Hngur. Hún var einn af upphafsmönnum byltingarinnar og barðist með skærulið- um í Sierra Maestra fjöllum. Eftir bylt- inguna varð hún ritari miðstjórnar kiib- anska kommúnistaflokksins, og átti sæti í miðstjórninni allt frá stofnun lians. Alþýða manna á Kúbu leitaði mjög gjarnan til Celiu með persónuleg og fé- lagsleg vandamál sín, og sjálf lagði hún niikla áherslu á að halda nánum tengsl- um við alþýðuna. Ein lítil saga, sem und- irrituð kann að segja frá veru sinni á Kiibu, segir kannski meira um það álit sem hún naut meðal almennings, en margar langar greinar: Eitt sinn var ég stödd ásamt fleiri blaðamönnum í koparnámunni Mata- liambre á Kúbu. Þar eru dýpstu námu- göng landsins, og höfðum við tvær konur í hópnum mikinn áhuga á að fara niður í göngin og skoða þau. En námuverka- mennirnir vildu ekki ldeypa okkur nið- ur vegna hjátrúar: við vorum konur og það var óheillamerki að kona færi niður í námu. Þá myndu göngin örugglega hrynja. Einhver blaðamannanna hafði þá orð á javí að hann vissi um konu, sem hafði fengið að fara niður í þessa sömu námu, og sú var engin önnur en Celia Sanchez. — Já, Celia, — sögðu námuverkamenn- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.