Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 60

Réttur - 01.01.1980, Side 60
Sambabwe Löng og fórnfrek þjóðfrelsisbarátta al- þýöunnar í Simbabwe er nú, vonandi endanlega, til lykta leidd með sigri henn- ar í þingkosningunum í mars 1980. Eftir að hafa háð vopnaða þjóðfrelsisbaráttu í sjö ár, sömdu þjóðfrelsisfylkingarnar tvær, ZAPU og ZANU við hvítu yfirstétt- ina og Breta um þingkosningar, þar sem ákveðið var að hinir hvítu íbúar landsins fengju 20 þingmenn af 100, og voru þeir kosnir sérstaklega. Fékk flokkur Jan Smith þá alla. Aðrir íbúar landsins, sem bæði eru af afríkönskum, arabiskum og indverskum uppruna, kusu 80 fulltrúa. Fór það svo að flokkur ZANU, sem Mugabe er formaður fyrir, fékk 57 þing- menn, eða hreinan meirihlula d þingi (63% atkvæða) og ZAPU-flokkurinn, sem Nkomo er formaður fyrir, fékk 20% og 20 þingmenn. Hins vegar fékk flokk- ur Musurewa biskups, er allnána sam- vinnu hafði haft við hvítu drottnarana, aðeins 10% og 3 þingmenn. í landinu eru einmenningskjördæmi. Hefur nú Mugabe tekið við stjórn sem forsætisráðherra. Er hann af mörgum tal- inn marxisti og mun vera kristinnar trú- ar, enda alinn þannig upp. Hefur liann tekið upp þá stjórnarhætti, að reyna að ná sem víðtækustu samstarfi innanlands, einnig við hvíta menn, og vill varast árekstra við fasistastjórn Suður-Afríku. Mugabe Nkomo hefur verið gerður innanríkis- ráðherra og einnig eru tveir hvítir ráð- herrar í stjórninni. Það er mikils virði að fá Iiina hvítu sér- fræðinga í landinu til heiðarlegs sam- starfs, því .evrópsku nýlenduherrarnir hafa víðast hvar í Afríku liindrað að Afríkumenn fengju þá menntun, er þarf til þess að stjórna nútíma þjóðfélagi, eða þróa frumstætt þjóðfélag fram til nútíma tækni. Hins vegar hefur þessi sigur þjóðfrels- issinna í Zimbabwe (Rhodesíu), vakið 60

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.