Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 10

Réttur - 01.01.1980, Síða 10
verkafólks, sem annarra félagsmanna verkalýðssamtakanna þarf að stórefla fræðslustarf. Með skipulögðum hætti þarf að koma á framfæri fræðsiu og upplýs- ingu inn á vinnustaðina og verbúðimar. Hvetja fólk til þess að huga að sínum eigin málum og taka til starfa hvert á sín- um stað. Víða á dagskrá Ekki er nokkur vafi á því að barátta farandverkafólks undanfarna mánuði á eftir að feiða ti! árangurs. Slík er í raun hreyfingin, sem um rnálið er. Víða hafa mál farandverkafólks verið á dagskrá, eins og sjá má hér á eftir. A þingi Verkamannasambands Islands í október eru málefni farandverkafólks til umræðu og eftirfarandi ályktun gerð: „9. þing Verkamannasambands Islands gerii sér Ijóst að aðbúnaði og réttindum farandverka- fólks er víða mjög bótavant og einnig að brýn þörf er á að verkalýðsfélögin standi dyggari vörð um réttindi þessa fólks. Full þörf er á að endur- skoða ýmsar reglugerðir og lög verkalýðsfélag- anna, þannig að aukin réttindi og áhrif farand- verkafólks verði tryggð. Þingið vísar tillögu til stjórnar sambandsins og felur henni að leggja fram kröfur sem tryggi betur rétt farandverkafólks og tillögur til sambandsfé- laganna um að rýmka ákvæði laga og reglugerða með fyrrgreind atriði að markmiði. Jafnframt verði brýnt fyrir trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga að þeir sinni kvörtunum og kröfum farandverkafólks, sem um eigin félagsmenn væri að ræða. Þingið leggur áherslu á að stjórn Verkamanna- sambandsins sendi erindi sitt til aðildarfélaganna fyrir áramót. 9. þing Verkamannasambands Islands leggur til að stjórn sambandsins skipi nefnd til að fjalla um málefni farandverkafólks og sjálfsagðar kröfur þess. í lok nóvember er haldin í Vestmanna- eyjum ráðstefna um verkafólk í sjávarút- vegi. Að ráðstefnunni standa verkalýðs- félögin í Eyjum og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Þar eru málefni farandverkafólks m.a. til umræðu og svo- hljóðandi samþykkt gerð: „Ráðstefnan lýsir yfir fullum stuðningi við kröf- ur farandverkafólks og telur að þær kröfur eigi við allt verkafólk í sjávarútvegi. Ráðstefnan telur að til að tryggja öryggi far- andverkafólks, bæði íslensks og erlends, þurfi allar ráðningar verkafólks að fara í gegnum hend- ur verkalýðsfélaganna á hverjum stað. Því er það nauðsynlegt að vinnumiðlun komist alfarið undir stjórn verkalýðsfélaganna. Ráðstefnan skorar á V.M.S.Í. og S.S.Í. að hefja nú þegar samstarf, til að finna lausn á vandamál- um farandverkafólks." Á kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands íslands, 11. janúar, jjar sem lögð var síð- asta hönd á kröfur verkalýðssamtakanna vegna þeirra samninga, sem nú standa yfir, voru mál farandverkafólks á dagskrá og samþykkt að leggja eftirfarandi kröfur fram við atvinnurekendur og ríkisvald: „Allt húsnæði, sem ætlað er farandverkafólki til ibúðar, verði með þeim hætti, að það standist almennar kröfur, sem gerðar eru til íbúðarhúsnæð- is. Sett verði sérstök reglugerð um íbúðarhúsnæði farandverkafólks. Samið verði um hámarksverð á fæði til farand- verkafólks eða fæðispeninga og settar reglur um greiðslur ferðakostnaðar. Tryggt sé, að í hverri verstöð sé trúnaðarmaður, sem sinni réttmætum kröfum farandverkafólks og gæti hagsmuna þess gagnvart atvinnurekendum." 10

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.