Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 10
verkafólks, sem annarra félagsmanna verkalýðssamtakanna þarf að stórefla fræðslustarf. Með skipulögðum hætti þarf að koma á framfæri fræðsiu og upplýs- ingu inn á vinnustaðina og verbúðimar. Hvetja fólk til þess að huga að sínum eigin málum og taka til starfa hvert á sín- um stað. Víða á dagskrá Ekki er nokkur vafi á því að barátta farandverkafólks undanfarna mánuði á eftir að feiða ti! árangurs. Slík er í raun hreyfingin, sem um rnálið er. Víða hafa mál farandverkafólks verið á dagskrá, eins og sjá má hér á eftir. A þingi Verkamannasambands Islands í október eru málefni farandverkafólks til umræðu og eftirfarandi ályktun gerð: „9. þing Verkamannasambands Islands gerii sér Ijóst að aðbúnaði og réttindum farandverka- fólks er víða mjög bótavant og einnig að brýn þörf er á að verkalýðsfélögin standi dyggari vörð um réttindi þessa fólks. Full þörf er á að endur- skoða ýmsar reglugerðir og lög verkalýðsfélag- anna, þannig að aukin réttindi og áhrif farand- verkafólks verði tryggð. Þingið vísar tillögu til stjórnar sambandsins og felur henni að leggja fram kröfur sem tryggi betur rétt farandverkafólks og tillögur til sambandsfé- laganna um að rýmka ákvæði laga og reglugerða með fyrrgreind atriði að markmiði. Jafnframt verði brýnt fyrir trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga að þeir sinni kvörtunum og kröfum farandverkafólks, sem um eigin félagsmenn væri að ræða. Þingið leggur áherslu á að stjórn Verkamanna- sambandsins sendi erindi sitt til aðildarfélaganna fyrir áramót. 9. þing Verkamannasambands Islands leggur til að stjórn sambandsins skipi nefnd til að fjalla um málefni farandverkafólks og sjálfsagðar kröfur þess. í lok nóvember er haldin í Vestmanna- eyjum ráðstefna um verkafólk í sjávarút- vegi. Að ráðstefnunni standa verkalýðs- félögin í Eyjum og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Þar eru málefni farandverkafólks m.a. til umræðu og svo- hljóðandi samþykkt gerð: „Ráðstefnan lýsir yfir fullum stuðningi við kröf- ur farandverkafólks og telur að þær kröfur eigi við allt verkafólk í sjávarútvegi. Ráðstefnan telur að til að tryggja öryggi far- andverkafólks, bæði íslensks og erlends, þurfi allar ráðningar verkafólks að fara í gegnum hend- ur verkalýðsfélaganna á hverjum stað. Því er það nauðsynlegt að vinnumiðlun komist alfarið undir stjórn verkalýðsfélaganna. Ráðstefnan skorar á V.M.S.Í. og S.S.Í. að hefja nú þegar samstarf, til að finna lausn á vandamál- um farandverkafólks." Á kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands íslands, 11. janúar, jjar sem lögð var síð- asta hönd á kröfur verkalýðssamtakanna vegna þeirra samninga, sem nú standa yfir, voru mál farandverkafólks á dagskrá og samþykkt að leggja eftirfarandi kröfur fram við atvinnurekendur og ríkisvald: „Allt húsnæði, sem ætlað er farandverkafólki til ibúðar, verði með þeim hætti, að það standist almennar kröfur, sem gerðar eru til íbúðarhúsnæð- is. Sett verði sérstök reglugerð um íbúðarhúsnæði farandverkafólks. Samið verði um hámarksverð á fæði til farand- verkafólks eða fæðispeninga og settar reglur um greiðslur ferðakostnaðar. Tryggt sé, að í hverri verstöð sé trúnaðarmaður, sem sinni réttmætum kröfum farandverkafólks og gæti hagsmuna þess gagnvart atvinnurekendum." 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.