Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 1
ittur
63. árgangur
1980 - 1. hefti
Alþýða íslands slapp við „leiftursókn“ gullkálfanna, ofstækisklíkunnar í
Sjálfstæðisflokknum — í þetta sinn. Þeir höfðu það af að knýja fram klofn-
ing í eigin flokki með ofstæki sínu. En atvinnuleysi og kaupkúgun verka-
lýðs heldur áfram að vera óskadraumur þessara ofstækismanna. — Og
þingflokkur Alþýðuflokksins fær tíma til að hugleiða hvert hlutskipti þeir
ætla flokk sínum framvegis: tryggð við málstað alþýðu eða þjónustu við
versta íhaldið.
Ofstækisklíka steinaldarhagfræðinga Friedmenskunnar stendur uppi sem
nátttröll frammi fyrir þróun tækninnar og kröfum mannfélagsins. — En þá
er að sjá og reyna hvort hinir bregðast við vandamálum tímans af viti.
ísland stendur á þrepskildi stórfenglegustu tæknibyltingar sögunnar: iSn-
byltingar nr. 2, en ennþá afdrifaríkari, ef rétt er notuð. Við þurfum, íslend-
ingar, að valda vanda tölvubyltingarinnar í iðnframleiðslu, — það er ekki
nóg að vera nr. 3 í ,,neyslu“ bíla og síma í heiminum (og ætla í lágkúru
skriffinskunnar helst að hindra notkun símans) — við þurfum að þora að
leggja i þá byltingarsinnuðu iðnframleiðslu og skipuleggja það framleiðslu-
og þjóðfélagskerfi, sem henni hæfir. Og þá hjálpar engin lágkúra hreppa-
pólitíkinnar, svo ekki sé talað um fábjánaskap „frjálshyggjunnar". Þar
veltur allt á stórhug og viti skipulagningarinnar.
Stjórn Gunnars Thoroddsens er raunverulega stjórn biðstöðu og vopna-
hlés í íslenskri pólitík, stéttabaráttunni, — og spurningin er hvernig verður
sú biðstund, skömm eða löng, notuð.
Að vísu er auðséð að skammsýnir atvinnurekendur íslands muni hvorki