Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 30
III. Innrás Sovéthers Afghanistan 1979 og ísiand 1951 Það sem gerist dagana 24.-28. desem- ber, verðnr vafalaust eitt af þeim mörgu málum, sem erfitt er sem stendur að fá algerlega sannar upplýsingar um. Talið er að 21. des. 1979 hafi Sovét- stjórnin tilkynnt stjórn Bandaríkjanna íyrirhugaða innrás sína. Samkvæmt frásögn júgóslavneska blaðs- ins „Politika“ og fréttaritara Jjess í Kabid, hefur eftirfarandi gerst: Þann 24. des. 1979 lendir sovésk her- deild loltleiðis í Kabul. Amin og aðal- menn hans ræða við sovésku gestina. 26. des. tekur Amin á móti samgöngumála- ráðherra Sovétríkjanna. Um kvöldið er veisla fyrir landbúnaðarráðherra Usbek- istans í Hotel Intercontinental. Eru þar flestir ráðherranna. Amin er hins vegar í höll forsætisráðherrans. Klukkan 7 um kvöldið ræðst sovésk skriðdrekasveit á aðseturstað Amins, taka húsið og taka Amin af lífi. Flestir ráðherranna eru hafðir í haldi, sumir verða með í nýrri stjóm, sem mynduð er líklega 27.-28. desember undir forsæti Babral Kamials. Sú stjórn biður um hjálp Sovétstjórnar- innar samkvæmt samningnum frá 5. des. 1978. Skeytið til Sovétstjórnarinnar og ti 1 - kynningin um }:>að er birt í Kabul-útvarp- inu 28. des. 1979. Þótt ríkisstjórn í Kabul, raunverulega eftir á, biðji um „innrásina", verður hún „l()gfræðilega“ séð ekki löghelguð með því. Hvað snertir komu Sovéthersins til Afghanistans er því um innrás að ræða. 30 Það er sams konar innrás og Banda- ríkjaher gerði sig sekan um gagnvart ís- landi 1951. Þá var líka ríkisstjórn, sem hafði enga lagalega heimild til þess að biðja um að landið væri hertekið, látin óska eftir innrásinni: Þvert á móti hafði þessi ríkisstjórn fengið skýr loforð um það frá Bandaríkjastjórn við inngöngu ís- lands í Nato að hér yrði ekki her á friðar- tímum — og ekki á ófriðartíma fyrr en Alþingi æskti þess. — Síðan hefur am- erískur her setið hér í 30 ár í krafti ólög- legrar innrásar og hertöku, sem framin var með þverbroti á samningnum, er gerður var 1949 við inngönguna í Nato. Bandaríkjastjórn ferst því allra stjórna síst að kvarta út af innrás Sovéthersins í Afghanistan — og er þó níðingsskapur hennar og loforðasvik gagnvart íslandi aðeins lítill þáttur af öllum yfirgangi hennar og illvirkjum í heiminum eftir stríð. Og síst gat hún 1951 borið fyrir sig að hætta væri á hertöku íslands annars staðar frá. En hvað er það þá, sem fær Sovétstjórn- ina til J)ess að fremja Jressa innrás? Hún reynir auðvitað að gera hana lög- lega eftir á með ósk ríkisstjórnar Afghan- istans I eða 2 dögum síðar, — rétt eins og íslenska ríkisstjórnin, sem braut stjórnar- skrána og framdi landráð með J)ví að kalla innrásarher inn í landið, lét Alþingi samþykkja innrásina 6 mánuðum síðar. — Hvorugt gerir framinn verknað lögleg- an. Það sem virðist hafa knúið Sovétstjórn- ina til ])essa verknaðar er aðallega Jrrennt: l. Hún telur hættu á að Afghanistan lendi í höndum andstæðinga sinna (hins fasistiska Pakistans, sem yrði æ meir lepp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.