Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 31
í'íki Bandaríkjanna, — og oístækisfulls afturhalds i landinu.) Þar með væri sani- band við Indland rofið, — og sú umkring- ing Sovétríkjanna, sem Bandaríkin hafa unnið að frá stríðslokum, væri mjög svo aukin og treyst. — Og einmitt þessa um- kringingu óttast Sovétríkin mest af öl lu, enda liafa Sovétþjóðirnar fengið að blæða allra þjóða mest í heimsstríði, Jrar sem slík umkringing var takmarkið og auð- vitað vitnar Sovétstjórnin í samninginn .5. des. 1978 um aðstoð. 2. Vissir alþjóðasinnar í forustu Komm- únistaflokksins sovéska litu áreiðanlega svo á að þeir séu að koma til hjálpar rót- tækum alþýðidlokki, er farið hefur með völd síðan í apríl-byltingunni 1978, en á nú í höggi við uppreisnaröfl afturhalds og heimsvaldasinna og verður fyrir þeirri ógæfu inn á við eftir morð Amins á besta leiðtoganum, Taraki, að hætta sé á upp- lausu, ef ekki er komið til hjálpar. 3. Rétt áður en sovétherinn lætur til skarar skríða í Afghanistan, hefja Banda- ríkin kalda stríðið að nýju með jrví að neyða bandamenn sína í Vestur-Evrópu til þess að samþykkja að setja upp 600 stórvirkustu eldflaugastöðvar í Vestur- Evrópu, sem skotið geta langt inn yfir Sovétríkin. — Þessar eldfiaugastöðvar („Pers- hings 11“ og „Cruise Missiles“) þýða það að í staðinn fyrir að nú gætu liðið 30 mínútur frá því að Nato-ríkin hæfu eld- flaugaárás á Sovétríkin þangað til þau yrðu að svara í sömu mynt, — og þann hálftíma væri hægt að nota til þess að semja og hindra gereyðingu heims- þyggðarinnar, þá væri eftir tilkomu nýju eldflauganna aðeins 6 — sex mínútna frestur til þess að reyna að bjarga heim- inum frá tortímingu. Og það er of stuttur frestur. Breshnev sagði við Chaban-Dehnas, þingforseta Erakklands og fyrrv. forsæt- isráðherra, er hann var í heimsókn í Moskvu í janúarlok: „Við munum aldrei samþykkja að Pershings og Cruise Missiles verði settar upp í Vestur-Evrópu.“ „Spiegel“, hið virta þýska vikurit, sem síst verður sakað um sovétvináttu, segir 4. febr. 1980: „Það er enginn efi á því, að ótti Sovét- ríkjanna, sem olli Kabul-hertökunni, staf- ar af yfirvofandi staðsetningu amerísku Pershing-ll-eldflauga á landsvæði Vest- ur-Þýskalands.“ IV. Veröld á barmi gereyðingarstríðs Carter forseti brást við innrásinni í Afghanistan, sem óður væri. Þetta var forsetakosningaár — og tækifærið skyldi notað til hlítar. Gleyrnt var forsetaheitið frá 1977 um „Upprætingu allra atom- vopna af þessari jörð.“ Hann hafði þegar áður reynt að knýja fram atomeldflaug- arnar í Vestur-Evrópu og nú skyldu Rúss- arnir bannfærðir, viðskiptum hætt, Olympíuleikir á þeirra grund stöðvaðir o. s. frv. Bandaríkin (!) áttu að koma fram sem siðapostuli heimsins, — með 30 ára níðingsverk að baki: allt frá atom- sprengjunum á Hiroshima og Nagasaki 1945 til 7 ára eitur-stríðsins gegn Víet- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.